fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Eyjan

Áskorun á menntamálaráðherra – Vilja hefja mælingar fjármálalæsis í PISA könnuninni

Trausti Salvar Kristjánsson
Miðvikudaginn 7. febrúar 2018 15:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra

Stofnun um fjármálalæsi, Neytendasamtökin, Heimili og skóli, Samtök fjármálafyrirtækja, Umboðsmaður skuldara og Landssamtök lífeyrissjóða afhentu menntamálaráðuneytinu áskorun nú í morgun, þess efnis, að menntamálaráðuneytið taki þátt í fjármálalæsishluta PISA könnunarinnar árið 2021. Frestur ráðuneytisins til þess að lýsa yfir áhuga á þátttöku rennur út næstkomandi mánudag, 12. febrúar.

Fjármálalæsi hefur verið kennt í skólum samkvæmt námsskrá, en Ísland hefur ekki tekið þátt í mælingum fjármálalæsis í PISA könnuninni:

„Fjármálalæsi er komið í námsskrá og skólar eiga að vera kenna efnið samkvæmt því. Hinsvegar er ekki prófað í þessu, skólum er í sjálfsvald sett hvað þeir eru að kenna. Það gildir hið gamalkunna stef í þessu, að það sem er mælt er gert, en það sem er ekki mælt, er ekki gert. Það er mjög mikilvægt að við mælum fjámálalæsi, sem er eitt af grundvallaratriðunum í að verða fullorðin og ábyrg manneskja í þjóðfélaginu. Við setjum í sífellu meiri ábyrgð á herðar ungs fólks og þá þurfum við að tryggja að þau séu í stakk búin til að axla þá ábyrgð. Fjármálalæsi hefur verið mælt í PISA könnuninni síðan 2012, en hún er gerð á 3ja ára fresti. Ísland hefur kosið að sitja hjá hingað til, en nú finnst okkur tími til að taka þátt, því fjármálalæsi er alveg jafn mikilvægt og stærðfræði, lestur og náttúrufræði,“

segir Breki Karlsson, forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi.

 

Áskorunin er svohljóðandi:

Reykjavík 7. febrúar 2018

Lilja Alfreðsdóttir, ráðherra mennta- og menningarmála

Áskorun:

Stofnun um fjármálalæsi, Neytendasamtökin, Heimili og skóli, Samtök fjármálafyrirtækja, Umboðsmaður skuldara og Landssamtök lífeyrissjóða skora á menntamálaráðherra að taka þátt í fjármálalæsishluta PISA könnunarinnar árið 2021. Næstkomandi mánudag, 12.febrúar, rennur út frestur stjórnvalda til að lýsa yfir áhuga á þátttöku í fjármálalæsishlutanum en Íslendingar hafa hingað til kosið að taka ekki þátt í þessum hluta hennar. Með þátttöku gefst einstakt tækifæri til að meta stöðu íslenskra ungmenna og sjá hvar helstu tækifæri til eflingar fjármálalæsis liggja. Með því skapast grundvöllur fyrir mun markvissari fjármálalæsiskennslu hérlendis til langs tíma.

Fjármálalæsi er grundvallarfærni sem hægt er að læra. Skortur á fjármálalæsi hefur ekki einungis neikvæð áhrif á efnahag einstaklinga, heldur einnig á almenn lífsgæði. Gott fjármálalæsi skilar sér í betri ákvarðanatöku einstaklinga í fjármálum, stuðlar að stöðugleika og aukinni hagsæld. Mikilvægi fjármálalæsis er óumdeilt og við skorum á stjórnvöld að nýta það tækifæri sem felst í þátttöku fjármálalæsishluta PISA könnunarinnar árið 2021.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Umpólun Snorra?
Eyjan
Í gær

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar
Eyjan
Í gær

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?