Stjórn Miðflokksfélags Reykjavíkur (MFR) hefur tekið ákvörðun um að stillt verði upp á framboðslista Miðflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík sem verða laugardaginn 26. maí n.k. Þetta kemur fram í tilkynningu.
Óskað er eftir áhugasömum til að gefa kost á sér en lokafrestur er sagður 12 á hádegi laugardagsins 17. febrúar.
Lesa má sjá tilkynninguna hér að neðan:
Fréttatilkynning frá hjá Miðflokksfélaginu í Reykjavík vegna
borgarstjórnarkosninganna 2018.
Stjórn Miðflokksfélags Reykjavíkur (MFR) hefur tekið ákvörðun um að stillt verði upp á
framboðslista Miðflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík sem verða
laugardaginn 26. maí n.k. Þeir sem hafa áhuga á að gefa kost á sér á framboðslista
flokksins eru vinsamlegast beðnir um að senda eftirfarandi upplýsingar á
reykjavik@midflokkurinn.is: nafn, heimilisfang, starfsheiti, símanúmer, netfang ásamt
því sæti sem óskað er eftir. Lokafrestur til að skila inn framboðum er klukkan 12:00,
laugardaginn 17. febrúar n.k. Þann 24. febrúar mun svo stjórn MFR kynna 6 efstu
frambjóðendur á framboðslistanum.
Reykjavík, 7. febrúar 2018