fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Eyjan

Einn íslenskur landhelgisgæsluliði sagður vera í bardagasveitum NATO í Eistlandi – Uppfærð frétt

Trausti Salvar Kristjánsson
Þriðjudaginn 6. febrúar 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landhelgisgæsla Íslands leggur til einn „hermann“ í sameiginlegan herafla NATO í Eistlandi. Þetta kemur fram í kynningargögnum NATO sem greint er frá á vef Kvennablaðsins.

Í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu og Krímskaga juku aðildarríki NATO hernaðarlega viðveru sína í Eystrasaltslöndunum þremur auk Póllands undir áætluninni „NATO’s Enhanced Forward Presence“ frá árinu 2016.

Landhelgisgæslan er skilgreind hérlendis sem borgaraleg löggæslustofnun, ekki hernaðarleg. Samkvæmt frétt Kvennablaðsins hefur illa gengið að fá staðfest hjá Utanríkisráðuneytinu hvort skilgreining viðkomandi landhelgisgæslumanns sem hermanns sé rétt, en í kynningargögnum NATO er talað um bardagasveitir, þar sem 800 hermenn komi frá Bretlandi, 5 frá Danmörku, 300 frá Frakklandi og einn frá Íslandi, sem titlaður er sem yfirmaður í landhelgisgæslunni og starfssvið hans eru herstjórnarleg samskipti. (Strategic communications)

 

Stefán Pálsson er ritari Samtaka hernaðarandstæðinga. Hann segir byssu- og stríðsleiki Íslands vera alvarlegt mál:

„Við höfum gagnrýnt þetta lengi. Á Íslandi hafa menn gjarnan þvælt saman borgaralegum og hernaðarlegum stofnunum með því að láta landhelgisgæsluna taka þátt í allskyns samstarfi sem er hernaðarlegt í eðli sínu. Og aðilar í utanríkisþjónustunni og landhelgisgæslunni til dæmis, sem hafa gaman af byssu- og stríðsleikjum, finnst gaman að spila sig stóra á þessu sviði og því ekkert óeðlilegt að NATO líti einfaldlega á þessa starfsmenn sem hermenn. Við þekkjum þetta síðan við sendum svokallaða friðargæsluliða til Afganistan, þar sem hér heima voru þeir kallaðir friðargæsluliðar, en þegar út var komið litu allir á þá sem íslensku hersveitina. Og eftir atburðina í Kjúklingastræti rákust menn bara á vegg, því það varðar ábyrgð hvernig menn eru skilgreindir samkvæmt alþjóðalögum, ef kemur til átaka og mannfalls. Þetta er því hættulegur leikur sem við erum að leika og auðvitað best ef við hættum þessu brölti bara með öllu,“

segir Stefán.

Vinstri grænir hafa löngum barist gegn hverskyns hernaðarbrölti Íslendinga og nú fer flokkurinn með forsætisráðuneytið. Aðspurður hvort Katrín Jakobsdóttir ætti ekki að sjá sóma sinn í því að tala yfir hausamótunum á utanríkisráðherra vegna þessa máls, sagði Stefán:

„Þetta er auðvitað ekki glænýtt verkefni, en ég vil trúa því að Katrín haldi á lofti stefnu flokksins, sem gengur út á það að áherslurnar séu borgaralegar, ekki hernaðarlegar. Það er alveg nægt verkefni fyrir landhelgisgæsluna að sinna hefðbundnum skyldum sínum hérna heim fyrir og ég get ekki séð að þessi eini þátttakandi hafi mikið að segja þarna úti, á heildina litið. En sé um misskilning í skráningu að ræða, þá hefur Ísland nú ekki gert mikið til að leiðrétta þann misskilning.“

 

Uppfært:

Utanríkisráðuneytið staðfesti við Eyjuna að um ranga lýsingu í skráningu hjá NATO væri að ræða.

Starfsmaðurinn sem um ræðir sé borgaralegur, líkt og allir sérfræðingar sem fara í verkefni erlendis, það sé alveg skýrt.

Kannað verði hvernig þessi ranga lýsing læddist í kynningargögn NATO.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar
Eyjan
Í gær

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?