fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Eyjan

„Það er mikilvægt verkefni að rannsaka menningararf okkar“

Trausti Salvar Kristjánsson
Miðvikudaginn 31. janúar 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2018 hefur verið útnefnt „Menningararfsár Evrópu“ (European Year of Cultural Heritage 2018) af Evrópuráðinu og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Á menningararfsárinu fer fram fjöldi viðburða sem leggja áherslu á evrópsk tengsl og sameiginlegan menningararf.

Meginþema menningararfsársins er gildi menningararfsins fyrir einstaklinga og samfélög. Á Íslandi hefur verið ákveðið að leggja sérstaka áherslu á strandmenningu en undir hana geta fallið handverk, fornleifar, hús og mannvirki, gripir, bátar, sögur og ótal margt fleira.

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, setti Menningararfsárið formlega í Þjóðminjasafninu í gær. Í ávarpi sínu sagði ráðherra m.a.:

„Það er mikilvægt verkefni að rannsaka menningararf okkar, en ekki síðra verkefni að varðveita hann fyrir komandi kynslóðir og varðveita heimildir um hann og minjar. Og loks þarf að miðla upplýsingum um menningararfinn, um rannsóknir á honum og um varðveislu hans fyrir komandi kynslóðir. Miðlunin er forsenda þess að hægt sé að skapa skilning á gildi menningararfsins og afla aukins fjár til að sinna verkefnum, og því skiptir miklu máli hvernig til tekst á þessu sviði.“

Markmið menningararfsársins 2018 er að hvetja fólk til að:
• kynna sér auðugan og fjölbreyttan menningararf Evrópu
• fagna, skilja og varðveita einstæð gildi hans
• ígrunda þann sess sem menningararfur hefur í lífum okkar allra

Með því að gera menningararfi hátt undir höfði á árinu 2018 verður lögð áhersla á það:
• hvernig menningararfurinn byggir upp sterkari samfélög
• hvernig menningararfurinn skapar störf og hagsæld
• mikilvægi menningararfsins fyrir samskipti okkar við aðra hluta heimsins
• hvað við getum gert til að vernda menningararf okkar

Upplýsingar um þá viðburði sem verða á dagskrá Menningararfsársins má nálgast á vef Minjastofnunar sem sér um skipulagningu menningararfsársins fyrir hönd stjórnvalda.

Ávarp ráðherra má nálgast í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Bolli og skrímsladeildin á bak við rógsherferðina gegn Degi?

Orðið á götunni: Bolli og skrímsladeildin á bak við rógsherferðina gegn Degi?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur gerir grín að því hvað Miðflokksmenn séu gleymnir – Sigmundur gagnrýni nú í raun sín eigin verk

Guðlaugur gerir grín að því hvað Miðflokksmenn séu gleymnir – Sigmundur gagnrýni nú í raun sín eigin verk
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Oddvitinn búinn að fá nóg af tali um útlendingaandúð Íslendinga – „Jæja góði“

Oddvitinn búinn að fá nóg af tali um útlendingaandúð Íslendinga – „Jæja góði“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 5 um ESB/Evrópu: Það þarf sterka Evrópu til að tryggja öryggi og velferðar barnanna okkar

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 5 um ESB/Evrópu: Það þarf sterka Evrópu til að tryggja öryggi og velferðar barnanna okkar