Samkvæmt nýrri könnun MMR, dalar stuðningi við ríkisstjórnina milli mælinga, frá 17. janúar. Fylgið mælist nú 60.6 prósent en var 64.7 prósent í síðustu mælingu.
Sjálfstæðisflokkurinn mældist með með stuðning 22,3% landsmanna og er stærsti stjórnmálaflokkurinn á Alþingi samkvæmt nýrri könnun MMR sem framkvæmd var dagana 25-30. janúar. Fylgi Sjálfstæðisflokksins dregst þó saman um 3,5 prósentustig frá síðustu mælingu sem lauk 17. janúar. Vinstri græn mældust með 18,4% fylgi og bæta við sig 3,4 prósentustigum milli mælinga. Samfylkingin mældist nú með 14,9% fylgi og bætir við sig einu prósentustigi milli mælinga.
Fylgi Pírata mældist nú 12,9% og mældist 12,2% í síðustu könnun.
Fylgi Framsóknarflokks mældist nú 11,2% og mældist 11,2% í síðustu könnun.
Fylgi Miðflokksins mældist nú 7,7% og mældist 6,9% í síðustu könnun.
Fylgi Viðreisnar mældist nú 6,0% og mældist 6,2% í síðustu könnun.
Fylgi Flokks fólksins mældist nú 4,2% og mældist 6,1% í síðustu könnun.
Fylgi annarra flokka mældist 2,4% samanlagt.
Upplýsingar um framkvæmd:
Úrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri, valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR.
Álitsgjafar MMR eru valdir úr Þjóðskrá þannig að þeir endurspegli lýðfræðilega samsetningu þjóðarinnar á hverjum tíma.
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 928 einstaklingar, 18 ára og eldri
Dagsetning framkvæmdar: 25. til 30. janúar 2018
Hér má sjá skýringarmyndir á vef MMR.