fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Eyjan

Gylfi vísar ummælum Ragnars Þórs til föðurhúsanna: „Ég er alveg hættur að skilja þetta“

Trausti Salvar Kristjánsson
Mánudaginn 29. janúar 2018 14:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í morgun hneykslaðist Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, yfir ummælum Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, um að afskipti Ragnars af kjöri í öðru félagi væru fordæmalaus. Vísaði Gylfi til stuðnings Ragnars við framboð Sólveigar Önnu Jónsdóttur til embættis formanns Eflingar.

Í pistli sínum á Facebook, sagðist Ragnar fá kjánahroll við að lesa yfirlýsingu Gylfa, þar sem hann hefði „margoft horft upp á bein afskipti ASÍ af málefnum annarra stéttarfélaga.“

Þá sakaði Ragnar Gylfa um að haf ítrekað reynt að hafa áhrif á innri málefni VR, með tölvupóstsamskiptum.

„Ég man ekki eftir viðlíka afskiptum Forseta ASÍ af innri málum VR síðan ég tók sæti í stjórn félagsins fyrir 9 árum síðan. Líklega er það vegna þess að hann hefur ekki talið þörf á því hingað til þar sem valdastrúktúr hreyfingarinnar hefur ekki verið ógnað fyrr en nú,“

Segir Ragnar.

 

Gylfi vísar ásökunum Ragnars Þórs til föðurhúsanna í samtali við Eyjuna:

„Þetta eru nú mikil ósannindi. Ég hef aldrei, í þeirri ólgu sem verið hefur innan VR á undanförnum áratug, haft nein afskipti af því hvernig VR-ingar kjósa sér til forystu. Ég var sjálfur í VR og hafði þar atkvæðisrétt, en hélt því fyrir mig hvernig ég nýtti hann. En þó það sé alveg rétt að ég hef beint spurnum og athugasemdum til stjórna aðildarfélaganna, þarf það þá ekki endilega að gerast í gegnum formanninn. Ég veit ekki til þess, að milliliðalaus samskipti við einstaka stjórnarmenn teljist sem bein íhlutun í innri málefni þess félags.“

Gylfi segir að Ragnar Þór hafi frá upphafi verið gagnrýninn á sína persónu:

„Þetta hefur verið svona eiginlega frá upphafi. Hann segist hafa unnið sína kosningu vegna einhverrar gagnrýni á mig og það er ekkert við því að gera. En hann er búinn að persónugera þetta, hann talar opinskátt um það og með stuðningi stjórnar, að afstaða VR til veru innan ASÍ sé persónuleg gagnvart mér, ég er alveg hættur að skilja þetta. Við erum ekki í þessu til að þjóna lund okkar eða persónulegum málefnum. Ég hef lagt mig fram um að eiga gott samstarf við VR eftir kjör hans sem formaður, þar sem ég hef átt gott samstarf við hans forvera.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Húsnæðisvandinn er óleysanlegur – ef við lærum ekki lexíu Hrunsins

Húsnæðisvandinn er óleysanlegur – ef við lærum ekki lexíu Hrunsins
Eyjan
Í gær

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina
Eyjan
Í gær

Kosningaspá DV þremur dögum fyrir kjördag – miðjustjórn í kortunum

Kosningaspá DV þremur dögum fyrir kjördag – miðjustjórn í kortunum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Þau leynast víða vinstri slysin – enn á ný horfa sjálfstæðismenn til vinstri

Orðið á götunni: Þau leynast víða vinstri slysin – enn á ný horfa sjálfstæðismenn til vinstri
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur