fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
Eyjan

Varaþingmaður Pírata hjólar í Eyþór Arnalds: „Er ekki hægt að fara að skima fyrir siðblindu?“

Trausti Salvar Kristjánsson
Miðvikudaginn 24. janúar 2018 14:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sara Elísa Oskarsson

Sara Elísa Oskarsson, varaþingmaður Pírata, vandar Eyþóri Arnalds, frambjóðanda í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins, ekki kveðjurnar á Pírataspjallinu í dag. Hún skrifar færslu sína við pistil Ásgeirs Berg Matthíassonar og Guðmundar D. Haraldssonar í Vísi, sem ber heitið „Fortíðarþrá Eyþórs Arnalds: Draumar um malbik og háhýsi“ og deilir á Pírataspjallinu.

Sarah skrifar í færslu sinni:

„Ég gæti gubbað yfir þessu popúlíska bulli í Eyþóri Arnalds. Gerir fólk bara hvað sem er til að reyna að komast til valda?! Sóðaleg svona stjórnmál, við þurfum að hætta að leyfa svona fólki að hafa vald yfir almenningi.

Er ekki hægt að fara að skima fyrir siðblindu?
#BorgarlínanBorgarSig

 

Nanna Briem, geðlæknir, skilgreindi siðblindu með eftirfarandi hætti í Læknablaðinu árið 2010:

 

„Siðblinda er persónuleikaröskun, ein sú alvarlegasta, og er tíðni hennar talin vera um 0,5-1%. Siðblindir upplifa síður djúpstæðar tilfinningar eins og ást, sorg eða tryggð og eru illa færir um eðlilegt og náið tilfinningalegt samband við aðra manneskju. Þeir eru kaldlyndir, eiga erfitt með að setja sig í spor annarra og sjá ekki annað fólk sem hugsandi tilfinningaverur. Þetta eru oft sjálfumglaðir og hrokafullir einstaklingar sem hunsa reglur samfélagsins til þess að fullnægja eigin þörfum, sama hvað það kostar, án sektarkenndar eða eftirsjár. Margir siðblindir eru hvatvísir og hafa litla sjálfsstjórn. Ógnandi hegðun og ofbeldi eru hluti af vopnabúri þeirra til að ná markmiðum sínum. Þeir hafa yfirleitt fá eða engin langtímamarkmið heldur lifa fyrir daginn í dag og þeim fer fljótt að leiðast ef ekkert er um að vera til að svala spennufíkninni. Aðrir siðblindir eru minna bráðir og nota persónutöfra, lymskulega stjórnsemi, lygar, svik og blekkingar í samskiptum við aðra. Siðblindir þekkja almennt muninn á réttu og röngu, eru meðvitaðir um afleiðingar gjörða sinna, en þeir taka enga ábyrgð á þeim.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Kosningar 2024: Viðreisn og Flokkur fólksins í lykilstöðu – stóra spurningin hvort Flokkur fólksins, Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur ná þingmeirihluta

Kosningar 2024: Viðreisn og Flokkur fólksins í lykilstöðu – stóra spurningin hvort Flokkur fólksins, Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur ná þingmeirihluta
Eyjan
Í gær

Sakar Sigmund Davíð um lygar – „Já, þetta er hörð ásökun“

Sakar Sigmund Davíð um lygar – „Já, þetta er hörð ásökun“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð skrifar: Loftslagsráðherra talar út í loftið

Sigmundur Davíð skrifar: Loftslagsráðherra talar út í loftið
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Allar hinar Norðurlandaþjóðirnar með meiri kaupmátt en við!

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Allar hinar Norðurlandaþjóðirnar með meiri kaupmátt en við!