fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
Eyjan

Mjólkursamsalan afhendir Landspítala Kusu

Trausti Salvar Kristjánsson
Miðvikudaginn 24. janúar 2018 19:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá vinstri: Alma Möller framkvæmdastjóri aðgerðasviðs og starfandi forstjóri Landspítala, Lilja Stefánsdóttir framkvæmdastjóri skurðlækningasviðs, Kristín Huld Haraldsdóttir skurðlæknir, Helga Guðrún Hallgrímsdóttir deildarstjóri, Sigurður Blöndal skurðlæknir, Ari Edwald forstjóri Mjólkursamsölunnar og Páll Helgi Möller yfirlæknir.
-Mynd/Geirix

Í gær afhenti Ari Edwald, forstjóri Mjólkursamsölunnar, forsvarsmönnum Landspítalans nýtt CUSA tæki sem safnað var fyrir síðasta haust í átakinu Mjólkin gefur styrk. D-vítamínbætt léttmjólk skipti þá tímabundið um útlit og runnu 30 krónur af hverri seldri fernu til tækjakaupa Landspítala. Alls söfnuðust um 15 milljónir króna. 

Tækið, sem í daglegu tali er kallað Kusa, er annað af tveimur tækjum sem keypt voru fyrir söfnunarféð. CUSA er nánar tiltekið skammstöfun á Cavitron Ultrasonic Surgical Aspirator og er einkum notað við aðgerðir á lifur. Að sögn Ölmu Möller, framkvæmdastjóra aðgerðarsviðs og starfandi forstjóra Landspítala, fer slíkum aðgerðum fjölgandi ekki síst vegna þess að nú eru gerðar aðgerðir vegna meinvarpa frá ristilkrabbameini sem minna  var gert af áður. 

Nýja tækið leysir af hólmi 20 ára gamalt tæki og gerir skurðlæknum jafnframt kleift að gera slíkar aðgerðir um kviðsjá. Inngrip um kviðsjá er minna álag fyrir sjúklinginn sem þarf þá styttri sjúkrahúslegu en ella. Þá voru enn fremur fest kaup á barkaspeglunartæki fyrir bráðamóttöku sem auðveldar barkaþræðingu hjá mikið slösuðum og veikum sjúklingum. 

„Það er okkur sönn ánægja að geta lagt Landspítala lið fjórða árið í röð og vonum við að Kusan efli enn frekar það frábæra starf sem unnið er á spítalanum,“

 

sagði forstjóri Mjólkursamsölunnar við afhendingu tækjanna. 

Söfnunarátakið Mjólkin gefur styrk hefur á undanförnum fjórum árum veitt Landspítala styrki til tækjakaupa að verðmæti 60 milljónir króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Kosningar 2024: Viðreisn og Flokkur fólksins í lykilstöðu – stóra spurningin hvort Flokkur fólksins, Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur ná þingmeirihluta

Kosningar 2024: Viðreisn og Flokkur fólksins í lykilstöðu – stóra spurningin hvort Flokkur fólksins, Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur ná þingmeirihluta
Eyjan
Í gær

Sakar Sigmund Davíð um lygar – „Já, þetta er hörð ásökun“

Sakar Sigmund Davíð um lygar – „Já, þetta er hörð ásökun“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð skrifar: Loftslagsráðherra talar út í loftið

Sigmundur Davíð skrifar: Loftslagsráðherra talar út í loftið
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Allar hinar Norðurlandaþjóðirnar með meiri kaupmátt en við!

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Allar hinar Norðurlandaþjóðirnar með meiri kaupmátt en við!