fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
Eyjan

Líf vill leiða Vinstri græn í Reykjavík

Trausti Salvar Kristjánsson
Miðvikudaginn 24. janúar 2018 12:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líf Magneudóttir stefnir á 1. sætið fyrir VG

Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar og borgarfulltrúi Vinstri grænna í Reykjavík, hyggst leiða lista VG í komandi borgarstjórnarkosningum, samkvæmt tilkynningu. Forval flokksins verður haldið þann 24. febrúar næstkomandi og hefur varaborgarfulltrúinn Elín Oddný Sigurðardóttir gefið kost á sér í 2. sætið.

„Ég býð mig fram til þess að leiða lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavík í borgarstjórnarkosningunum í lok maí. Stefna og sjónarmið Vinstri grænna eiga að vera í stafni þegar ákvarðanir eru teknar í borgastjórn og við daglega stjórnun borgarinnar næstu fjögur árin. Til þess þarf öflugan og samhentan hóp fólks til að vinna að sameiginlegum markmiðum sem hefur einkennt yfirstandandi kjörtímabil í núverandi meirihlutasamstarfi fjögurra flokka. Það hefur tryggt að mörgum mikilvægum málum hefur verið komið til leiðar með áherslum og gildum sem við Vinstri græn stöndum fyrir. Nú vil ég ganga til kosninga með það að leiðarljósi að efla borgarstjórnarflokk Vinstri grænna enn frekar og gera mun betur í þágu allra borgabúa, ekki síst þeirra sem mest þurfa að reiða sig á þjónustu borgarinnar.

Í framtíðinni felast fjölmörg tækifæri til að byggja á þeim árangri sem þegar hefur náðst á kjörtímabilinu. Við stefnum að því að gera borgina sífellt betri fyrir íbúa hennar og gesti. Við þurfum að marka afdráttarlausa stefnu í átt til sjálfbærni og umhverfisverndar, jöfnuðar, mannúðar og mennsku – í öllu tilliti. Stærstu viðfangsefni stjórnmálanna eru að bregðast við loftslagsbreytingum af mannavöldum, uppræta kynbundið ofbeldi og útrýma efnahagslegu, félagslegu og öðru misrétti. Til að ná árangri skiptir máli að vita hvert á að stefna og halda kúrs. Í því felast bæði áskoranir og kröfur en einnig mikil ábyrgð til handa þeim sem halda um stýrið.

Reykjavík er einstök borg – borg á heimsmælikvarða. Í mínum huga er það ekki efnahagslegt ríkidæmi sem gerir borgir góðar heldur þau mennta- og menningarverðmæti sem þar verða til, félagsauður og velferð, samspil borgarlífs og náttúru ásamt hagkvæmri og vistvænni nýtingu auðlinda sem áfram eiga að vera í almannaeign. Við eigum að standa vörð um og efla þessi auðævi.

Næstu ár eiga eftir að einkennast af örum vexti á öllum sviðum borgarinnar og við þurfum að setja kraft í að takast á við þá vaxtarverki sem fylgja stækkandi borg. Það verður gert með aukinni uppbyggingu húsnæðis, styrkingu almenningssamgangna, eflingu félagslegra- og efnahagslegra innviða með áherslu á þær stoðir sem varða börn og barnafjölskyldur. Þetta eru allt þættir sem snerta daglegt líf borgarbúa með einum eða öðrum hætti. Því skiptir máli að velja flokka sem hafa skýra sýn á þróun borgarinnar til langs tíma, geta hlustað og framkvæmt og átt í góðu samtali við öll þau sem gera þessa borg að því sem hún er. Þannig framboð er Vinstrihreyfingin – grænt framboð og þannig framboð vil ég leiða ásamt öflugum og fjölmennum hópi félaga minna til sigurs í vor.“

Líf Magneudóttir er borgarfulltrúi Vinstri grænna og forseti borgarstjórnar. Frá 2010-2014 sat Líf í skóla- og frístundaráði. Hún var varaborgarfulltrúi frá 2014-2016, formaður mannréttindaráðs, varaformaður skóla- og frístundaráðs og fulltrúi í stjórn Faxaflóahafna sf. Líf var kosin forseti borgarstjórnar í lok september 2016 þegar hún tók sæti í borgarstjórn og borgarráði.

Líf er menntaður grunnskólakennari. Hún er í sambúð með Snorra Stefánssyni lögmanni og hagfræðingi. Þau eiga fjögur börn á aldrinum 5- 17 ára og búa í Vesturbæ Reykjavíkur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Í gær

Þorsteinn Pálsson skrifar: Frá jöðrunum inn á miðjuna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Frá jöðrunum inn á miðjuna
Eyjan
Í gær

Kosningar 2024: Viðreisn og Flokkur fólksins í lykilstöðu – stóra spurningin hvort Flokkur fólksins, Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur ná þingmeirihluta

Kosningar 2024: Viðreisn og Flokkur fólksins í lykilstöðu – stóra spurningin hvort Flokkur fólksins, Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur ná þingmeirihluta
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?