fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
Eyjan

Brynjar segir Jón Þór beita stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd til að koma höggi á dómsmálaráðherra

Trausti Salvar Kristjánsson
Þriðjudaginn 23. janúar 2018 16:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Samsett mynd/DV

Ummæli Pírataþingmannsins Jóns Þórs Ólafssonar á Pírataspjallinu á Facebook, um að koma dómsmálaráðherra úr stóli sínum, hafa vakið nokkur viðbrögð. Jón Þór situr í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis og segir á Pírataspjallinu að markmiðið sé að koma ráðherranum frá:

„Við get­um ekki knúið það fram að hún víki strax. En við get­um haldið mál­inu lif­andi með rann­sókn sem er það lík­leg­asta í stöðunni til að fá hana til að axla ábyrgð.“

Jón Þór boðaði vantrauststillögu á dómsmálaráðherra í nóvember, ef hún yrði áfram ráðherra í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur.

Kollegi Jóns Þórs í nefndinni, Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerir athugasemdir við orðfæri Jóns á Facebooksíðu sinni, sem hann tengir við frétt Mbl.is um málið:

„Stjórnmálamenn segja ekki alltaf sannleikann eða hug sinn. Hér er gott dæmi um hreinskilni hvort sem henni réði sannleiksást eða einföld mistök. Ekki neitaði þingmaðurinn í umræðum á þinginu að rétt væri eftir honum haft í þessu viðtali. Því er ekki hægt að draga aðra ályktun með góðu móti en verið sé að beita stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd þingsins til að koma pólitísku höggi á ráðherrann og ríkisstjórnina. Gaman væri að vita hvort og hverjir aðrir meðlimir nefndarinnar eru sammála Píratanum. Bið bara um hreinskilið svar.“

Þá gagnrýnir Brynjar vinnubrögð Pírata í málinu og segir þá munu enda á ruslahaugum sögunnar:

„Ef ég man rétt hafa Píratar lagt sérstaka áherslu á að bæta vinnubrögð þingsins og auka virðingu þess. Þetta er allavega ekki góð byrjun. Ég spáði ekki fyrir löngu að Píratar myndu fyrr en seinna enda á ruslahaugum sögunnar. Ég ætla að halda mig við þá spá.“

Í nýlegri umfjöllun Stundarinnar um Landsdómsmálið voru lögð til grundvallar ný gögn, meðal annars tölvupóstssamskipti sérfræðinga sem vöruðu dómsmálaráðherra við afleiðingum þess að leggja tillöguna fram í þeirri mynd sem síðan varð.

 

Haft er eftir Jóni að hann hafi kallað eftir þessum gögnum á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Aðspurð hvort hún teldi að einhver nefndarmanna hefði lekið gögnunum til Stundarinnar, sagði Sigríður Á. Andersen ekkert geta fullyrt um það, en aðeins nefndin hefði fengið gögnin í hendurnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Í gær

Þorsteinn Pálsson skrifar: Frá jöðrunum inn á miðjuna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Frá jöðrunum inn á miðjuna
Eyjan
Í gær

Kosningar 2024: Viðreisn og Flokkur fólksins í lykilstöðu – stóra spurningin hvort Flokkur fólksins, Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur ná þingmeirihluta

Kosningar 2024: Viðreisn og Flokkur fólksins í lykilstöðu – stóra spurningin hvort Flokkur fólksins, Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur ná þingmeirihluta
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?