Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, mundar lyklaborðið á Facebook síðunni sinni í dag, hvar hann tekur fyrir orð Viðars Guðjohnsen, frambjóðanda í leiðtogakjöri Sjálfstæðsflokksins, um að sá duglegi sé að borga fyrir þann lata og skattgreiðendur að borga fyrir aumingja.
Hann snýr þessum orðum upp á hina ofurríku og segir fjársvik og svindl þjóðaríþrótt okkar íslendinga:
„Hef gaman af að hlusta á Viðar Guðjohnsen sem hefur stimplað sig rækilega inn í baráttu sjálfstæðismanna um forystusætið í borginni. Ég tek það fram strax að ég er alls ekki sammála honum en er fordómalaus þegar kemur að skoðunum annara. Viðar gagnrýnir það að sá duglegi sé að borga fyrir þann lata eða skattgreiðendur að borga fyrir aumingja? Þessi málflutningur fékk mig til að hugsa um landið okkar Ísland þar sem fjársvik og svindl er business as usual, einhverskonar þjóðaríþrótt okkar Nígeríu norðursins. “
Þá spyr Ragnar Þór að því hvort þeir 1000 íslendingar sem eiga meirihluta auðs á íslandi séu „duglegir skattgreiðendur.“
„Hverjir eru duglegir skattgreiðendur?
Duglegir skattgreiðendur eru að mínu mati þeir sem þurfa að draga fram lífið af lægstu launum og borga af þeim skatt. Sem dæmi greiðir sá sem er með 280.000 kr. í mánaðarlaun
46.333kr. í skatt.Eru þeir 1.000 Íslendingar, sem eiga nær allt eigið fé þjóðarinnar, „duglegir“ skattgreiðendur? Hvernig varð þessi litli hópur svona svimandi ríkur? Var það með heiðarlegum hætti og dugnaði? Hversu stór hluti fékk auðinn í arf eða tók snúning á einhverjum öðrum, svindlaði eða tilheyrði forréttindastétt sem hefur VIP miða fram fyrir almúgan í gróða og velmegunar röðinni?
Tölur staðfesta að skattbyrði mið og neðri tekjuþrepa hefur aukist mest á síðustu áratugum öfugt við ríkasta minnihluta þjóðarinnar. Á Viðar við þann „duglega“ sem kom með skattaskjólspeninga í gegnum niðurgreiðslu fjárfestingaleið Seðlabankans og fór svo rakleitt með þá til baka í sama skattaskjól á uppsrengdu gengi eftir áfnám hafta? Er átt við þann duglega sem borgar bara fjármagnstekjuskatt? Eða er sá duglegi sem lifir eins og kóngur án þess að virðast vera með tekjur?“