fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
Eyjan

Formaður VR gagnrýnir málflutning Viðars Guðjohnsen um duglega skattgreiðendur

Trausti Salvar Kristjánsson
Þriðjudaginn 23. janúar 2018 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. Mynd/DV

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, mundar lyklaborðið á Facebook síðunni sinni í dag, hvar hann tekur fyrir orð Viðars Guðjohnsen, frambjóðanda í leiðtogakjöri Sjálfstæðsflokksins, um að sá duglegi sé að borga fyrir þann lata og skattgreiðendur að borga fyrir aumingja.

Hann snýr þessum orðum upp á hina ofurríku og segir fjársvik og svindl þjóðaríþrótt okkar íslendinga:

 

„Hef gaman af að hlusta á Viðar Guðjohnsen sem hefur stimplað sig rækilega inn í baráttu sjálfstæðismanna um forystusætið í borginni. Ég tek það fram strax að ég er alls ekki sammála honum en er fordómalaus þegar kemur að skoðunum annara. Viðar gagnrýnir það að sá duglegi sé að borga fyrir þann lata eða skattgreiðendur að borga fyrir aumingja? Þessi málflutningur fékk mig til að hugsa um landið okkar Ísland þar sem fjársvik og svindl er business as usual, einhverskonar þjóðaríþrótt okkar Nígeríu norðursins. “

 

Þá spyr Ragnar Þór að því hvort þeir 1000 íslendingar sem eiga meirihluta auðs á íslandi séu „duglegir skattgreiðendur.“

„Hverjir eru duglegir skattgreiðendur?
Duglegir skattgreiðendur eru að mínu mati þeir sem þurfa að draga fram lífið af lægstu launum og borga af þeim skatt. Sem dæmi greiðir sá sem er með 280.000 kr. í mánaðarlaun
46.333kr. í skatt.

Eru þeir 1.000 Íslendingar, sem eiga nær allt eigið fé þjóðarinnar, „duglegir“ skattgreiðendur? Hvernig varð þessi litli hópur svona svimandi ríkur? Var það með heiðarlegum hætti og dugnaði? Hversu stór hluti fékk auðinn í arf eða tók snúning á einhverjum öðrum, svindlaði eða tilheyrði forréttindastétt sem hefur VIP miða fram fyrir almúgan í gróða og velmegunar röðinni?
Tölur staðfesta að skattbyrði mið og neðri tekjuþrepa hefur aukist mest á síðustu áratugum öfugt við ríkasta minnihluta þjóðarinnar. Á Viðar við þann „duglega“ sem kom með skattaskjólspeninga í gegnum niðurgreiðslu fjárfestingaleið Seðlabankans og fór svo rakleitt með þá til baka í sama skattaskjól á uppsrengdu gengi eftir áfnám hafta? Er átt við þann duglega sem borgar bara fjármagnstekjuskatt? Eða er sá duglegi sem lifir eins og kóngur án þess að virðast vera með tekjur?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Miðjustjórn Viðreisnar, Samfylkingar og Framsóknarflokks

Orðið á götunni: Miðjustjórn Viðreisnar, Samfylkingar og Framsóknarflokks
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðlaugur gerir grín að því hvað Miðflokksmenn séu gleymnir – Sigmundur gagnrýni nú í raun sín eigin verk

Guðlaugur gerir grín að því hvað Miðflokksmenn séu gleymnir – Sigmundur gagnrýni nú í raun sín eigin verk
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum að hjúkrunarheimilum

Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum að hjúkrunarheimilum