fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
Eyjan

Ný gögn sýna að dómsmálaráðherra virti ráðgjöf að vettugi-„Öll ábyrgðin er hjá henni“

Trausti Salvar Kristjánsson
Mánudaginn 22. janúar 2018 13:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra.

Samkvæmt nýjum gögnum hunsaði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra athugasemdir og ráðleggingar sérfræðinga í dóms- og fjármálaráðuneytinu varðandi tillögu hennar um skipun Landsréttardómara. Þetta kemur fram í Stundinni í dag.

Sigríði var ítrekað bent á að málsmeðferðin væri ófullnægjandi með tilliti til meginreglna stjórnsýslulaga og hún upplýst um að ef hún ætlaði ekki að notast við hæfnismat dómnefndar, þyrfti hún að gera sjálfstæðan samanburð á hæfni umsækjenda sem gengið væri framhjá og hæfni þeirra sem kæmu í staðinn.

Hæstiréttur staðfesti þann 19. desember að ráðherrann hafi brotið lög og ríkið því miskabótaskylt gagnvart umsækjendum sem gengið var framhjá. Eru aðfinnslur Hæstaréttar sagðar í fullkomu samræmi við þá lögfræðiráðgjöf sem ráðherra virti að vettugi.

Samkvæmt frétt Stundarinnar kemur fram í gögnum úr dómsmálaráðuneytinu að Sigríður var sjálf vöruð við meðan að málið var til meðferðar í dómsmálaráðuneytinu, áður en Landsréttarmálið fór fyrir Alþingi.

Samkvæmt gögnunum ganga rök Sigríðar og lagatúlkun hennar í málinu, sem hún hefur haldið á lofti í fjölmiðlum, í berhögg við lögfræðiráðgjöfina sem hún fékk. Í tölvupósti frá Helga V. Jenssyni, sérfræðingi hjá kjara- og mannauðssýslu fjármálaráðuneytisins, til Ragnhildar Arnljótsdóttur, ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytisins, Snædísar Ó. Sigurjónsdóttur, lögfræðings hjá dómsmálaráðuneytinu og Ernu Sigríðar Sigurðardóttur, lögfræðings hjá forsætisráðuneytinu, segir að ábyrgðin sé öll dómsmálaráðherra.

„Hlutverk ráðherra er talsvert og öll ábyrgðin hjá henni varðandi ákvörðunina. Það er því milvægt að ráðherra fari vel yfir álitið, kalli eftir gögnum frá nefndinni telji hún ástæða til þess og rannsaki málið sjálf. Ef ráðherra hyggst leggja þetta óbreytt fyrir þingið- þá þarf að fara fram mat sem birtist í minnisblaðinu. Ef ráðherra ætlar að leggja þetta breytt fyrir þingið, þá þarf ráðherra að leggja sjálfstætt mat á alla umsækjendur, útfrá þeim sjónarmiðum sem hún leggur til grundvallar. Í því gæti falist að kalla eftir upplýsingum frá öllum umsækjendum, auk þess að upplýsa þá,“

segir Helgi í tölvupóstinum.

Tíu dögum síðar sendir Sigríður þeim Helga og Snædísi tölvupóst með drögum að bréfi sínu um tillögu að skipun Landsréttardómara, og biður um athugasemdir. Hún fær eftirfarandi athugasemdir:

„Aðalábendingin lítur að því að ef það á að taka einhverja út af lista dómnefndar og setja aðra inn, þá þarf að rökstyðja það sérstaklega með vísan til hæfni þeirra og starfsferils.“

„Það þarf að rökstyðja hverjir eru hæfastir ef ætlunin er að breyta. Hér þarf að hafa í huga að lögbundin nefnd sem á að meta hæfnina er búin að skila áliti sínu.“

„Hér þarf með vísan til reglna stjórnsýsluréttarins að rökstyðja ákveðna umsækjendur út af listanum m.t.t. hæfni þeirra og svo rökstyðja aðra inn ef ætlunin er að breyta mati nefndarinnar. Ráðherra þarf að geta sýnt fram á hlutlægar og málefnalegar ástæður fyrir breytingunni, þetta er stjórnvaldsákvörðun. Ef ætlunin er að byggja á öðrum atriðum en sem nefndin hefur þegar rannsakað, þá ber að leita eftir því sérstaklega hjá umsækjendum.“

Daginn áður en dómsmálaráðherra leggur tillögu sína fram fyrir Alþingi, sendir Helgi þeim Ragnhildi og Ernu póst, hvar hann nefnir þau vandamál sem þau gætu horft fram á að óbreyttu:

„Sælar. Vildi kannski aðeins súmmera málið upp og þau vandamál sem við getum horft fram á,“

segir Helgi.

Í því bréfi segir hann að ef ráðherra telji annmarka á meðferð og hæfnismati dómnefndar, væri eðlilegast að vísa málinu aftur til nefndarinnar eða að ráðherra bætti úr annmörkunum með sjálfstæðu mati. Það þýddi að leggja þyrfti sama mat á alla umsækjendur út frá þeim málefnalegu og lögmætu forsendum sem ráðherra gæfi sér.

„Ákvörðun ráðherra að skipa dómara og síðan að leggja til mögulega ný nöfn við Alþingi er stjórnvaldsákvörðun og því þarf að fylgja ákvæðum stjórnsýslulaga. Ef menn eru í vafa hvort umrædd ákvörðun sé stjórnvaldsákvörðun, þá ættum við að fara með ákvörðunina sem slíka,“

segir Helgi.

Helgi nefnir einnig að eðlilegast væri að ráðherra upplýsti umsækjendur um breyttar áherslur sínar og gæfi þeim þannig kost á að koma með nýjar upplýsingar sem gætu skipt máli við matið.

Á endanum varð niðurstaða Hæstaréttar sú hin sama og aðfinnslur sérfræðingana til dómsmálaráðherra:

„[…] bar ráðherra í ljósi rannsóknarskyldu sinnar samkvæmt 10. gr. stjórnsýslulaga að lágmarki að gera samanburð á hæfni annars vegar þeirra fjögurra umsækjenda sem dómnefnd hafði metið meðal 15 hæfustu en ráðherra gerði ekki tillögu um, og hins vegar þeirra fjögurra sem ráðherra gerði tillögu um í stað hinna fyrrnefndu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Björn Leví skrifar: Vókið mikla

Björn Leví skrifar: Vókið mikla
Eyjan
Í gær

Stjórn Heimssýnar skrifar: Evrópusambandssinna svarað

Stjórn Heimssýnar skrifar: Evrópusambandssinna svarað
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Húsnæðisvandinn er óleysanlegur – ef við lærum ekki lexíu Hrunsins

Húsnæðisvandinn er óleysanlegur – ef við lærum ekki lexíu Hrunsins
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Bolli og skrímsladeildin á bak við rógsherferðina gegn Degi?

Orðið á götunni: Bolli og skrímsladeildin á bak við rógsherferðina gegn Degi?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðlaugur gerir grín að því hvað Miðflokksmenn séu gleymnir – Sigmundur gagnrýni nú í raun sín eigin verk

Guðlaugur gerir grín að því hvað Miðflokksmenn séu gleymnir – Sigmundur gagnrýni nú í raun sín eigin verk
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið