fbpx
Laugardagur 30.nóvember 2024
Eyjan

Skúli Helgason stefnir á 3. sætið hjá Samfylkingunni

Trausti Salvar Kristjánsson
Miðvikudaginn 17. janúar 2018 15:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skúli Helgason

Borgarfulltrúinn Skúli Helgason gefur kost á sér í 3. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar sem fram fer 10. febrúar næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu. Skúli hefur verið borgarfulltrúi í eitt kjörtímabil, í meirihlutasamstarfi undir forystu Samfylkingarinnar og stýrir einum viðamesta málaflokknum í borgarmálunum, skóla- og frístundamálum.

 
Skúli er menntaður stjórnmálafræðingur frá Háskóla Íslands og með MPA-gráðu í opinberri stjórnsýslu frá Minnesotaháskóla. Hann sat á Alþingi kjörtímabilið 2009 til 2013 og var framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar frá 2006 til 2009.

Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar og borgarfulltrúi stefnir á 2. sætið, en borgarfulltrúinn Hjálmar Sveinsson stefnir einnig á 3. sætið.

Borgarfulltrúinn Kristín Soffía Jónsdóttir hefur ekki gert upp hug sinn um hvort hún bjóði sig fram. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri mun því leiða listann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Inga vísar hugmyndum um stjórnarsamstarf við Bjarna og Sigmund Davíð á bug

Inga vísar hugmyndum um stjórnarsamstarf við Bjarna og Sigmund Davíð á bug
Eyjan
Í gær

Björn Leví skrifar: Vókið mikla

Björn Leví skrifar: Vókið mikla