fbpx
Laugardagur 30.nóvember 2024
Eyjan

Helgi Seljan sakar formann Varðar um seinheppni – Formaðurinn býður Helga í Valhöll til að læra um húmor

Trausti Salvar Kristjánsson
Þriðjudaginn 16. janúar 2018 14:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gísli Kr. Björnsson skilar atkvæði sínu í kassa merktan Garðabæ í gríni.

Í dag byrjaði utan-kjörfundaratkvæða-greiðsla í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, en leiðtogakjörið sjálft er þann 27. janúar. Vörður, fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, sér um framkvæmdina, en formaður hennar, Gísli Kr. Björnsson, greiddi atkvæði sitt í morgun.

 

Gísli birti mynd af sér við athöfnina, líkt og tíðkast. Birti hann myndina á Facebooksíðu sinni. Netverjum brá sumum við, þar sem Gísli setti atkvæðið sitt í kjörkassa merktum Garðabæ, en kosningin fer fram í Valhöll í Reykjavík.

Helgi Seljan fréttamaður RÚV  gerði grín að þessu á Twitter og hallaðist að því að Gísli væri eflaust sjúklega óheppinn:

 

„Formaður Varðar, Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, greiðir atkvæði í leiðtogaprófkjöri flokksins í Reykjavík.
Í kjörkassa merktan Garðabæ.
Annað hvort sjúkleg seinheppni eða brilliant húmor.
Hallast að hinu fyrra.“

 

Eyjan var staðráðin í að komast til botns í málinu, hvort um mistök eða húmor hefði verið að ræða og heyrði hljóðið í Gísla sem gat ekki annað en hlegið að öllu saman:

Þetta er nú bara kolrangt hjá honum. Þetta er auðvitað bara geggjaður húmor ! Helgi Seljan þyrfti nú að kíkja hingað í Valhöll til að læra aðeins um húmor 🙂

 

sagði Gísli um uppátækið. Í kjölfarið breytti hann myndinni sjálfur á Facebook, eins og sjá má hér að neðan.

 

Bleikt hjarta komið í stað merki Garðarbæjar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Inga vísar hugmyndum um stjórnarsamstarf við Bjarna og Sigmund Davíð á bug

Inga vísar hugmyndum um stjórnarsamstarf við Bjarna og Sigmund Davíð á bug
Eyjan
Í gær

Björn Leví skrifar: Vókið mikla

Björn Leví skrifar: Vókið mikla