fbpx
Laugardagur 30.nóvember 2024
Eyjan

Brynjar skilur ekkert í Kvenréttindafélaginu: Viljiði ekki bara kæra niðurstöðu Alþingiskosninganna?

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 12. janúar 2018 14:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Mynd/DV

Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sendir Kvenréttindafélagi Íslands tóninn í færslu á Fésbók og spyr hvort það eigi ekki bara að kæra niðurstöður Alþingiskosninganna.

Brynjar vísar í kæru Kvenréttindafélagsins til Kærunefndar jafnréttismála sem taldi að skipun Alþingis í fjárlaganefnd bryti í bága við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Í nefndinni situr aðeins ein kona, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, og átta karlar. Kærunni hefur verið vísað frá.

Brynjar er ekki sáttur með kæruna:

Þótt ég megi ekki skrifa um konur á fésbókinni má ég skrifa um félög að því að þau eru hvorugkyns. En vill einhver segja Kvenréttindafélagi Íslands að Alþingi er ekki stjórnvald og þingmenn eru kosnir í nefndir þingsins. Við þær kosningar er litið til áhuga þingmanna á einstaka nefndum þegar því verður viðkomið,

segir Brynjar. Hann skilur ekkert í Kvenréttindafélaginu að kæra ekki bara niðurstöður þingkosninganna:

Ég skil ekkert í Kvenréttindafélginu að kæra ekki alþingkosningar sjálfar til Kærunefndar jafnréttismála en þar mun hafa hallað lítillega á annað kynið í niðurstöðu kosninganna. Hver skyldi taka til varna fyrir þjóðina í því máli?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Ný könnun: Samfylkingin stærst og Sjálfstæðisflokkur bætir við sig

Ný könnun: Samfylkingin stærst og Sjálfstæðisflokkur bætir við sig
Eyjan
Fyrir 2 dögum

„Sérhagsmunavarsla sem þessi getur framkallað hamfarir af mannavöldum og valdið skaða sem seint eða aldrei fæst bættur“

„Sérhagsmunavarsla sem þessi getur framkallað hamfarir af mannavöldum og valdið skaða sem seint eða aldrei fæst bættur“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Kosningar 2024: Viðreisn og Flokkur fólksins í lykilstöðu – stóra spurningin hvort Flokkur fólksins, Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur ná þingmeirihluta

Kosningar 2024: Viðreisn og Flokkur fólksins í lykilstöðu – stóra spurningin hvort Flokkur fólksins, Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur ná þingmeirihluta
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sakar Sigmund Davíð um lygar – „Já, þetta er hörð ásökun“

Sakar Sigmund Davíð um lygar – „Já, þetta er hörð ásökun“