Vilborg G. Hansen, landfræðingur og fasteignasali, sem skipaði 2. sæti lista Miðflokksins í Reykjavík, hefur sagt sig af listanum og er hætt afskiptum af pólitík. Þetta staðfesti hún við Eyjuna í dag, en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið.
Samkvæmt heimildum Eyjunnar var Vilborg beðin um að færa sig neðar á listann í kjölfar samskiptaörðugleika. Það þáði hún ekki, heldur vék af listanum og segist nú hætt í pólitík.
Samkvæmt Reyni Þór Guðmundssyni, formanns Miðflokksfélags Reykjavíkur, voru félagsmenn látnir vita af uppfærðum lista í lok mars en verið er að leggja lokahönd á 46 manna listann. Þá mun aðalfundur Miðflokksfélags Reykjavíkur verða haldinn næstkomandi laugardag, 14. apríl.
Samkvæmt nýja listanum færast þeir Baldur Borgþórsson og Sveinn Hjörtur Guðfinnsson upp um eitt sæti, en Sólveig Bjarney Daníelsdóttir, sem var áður í 6. sæti fer í það fjórða og heldur Jón Hjaltalín Magnússon 5. sætinu.
Sjá listann: