fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Fréttir

Landsliðsmaðurinn Elmar segir feðraveldið samsæriskenningu: „Einhver hefur heilaþvegið þig“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 11. apríl 2018 12:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elmar Bjarnason, landsliðsmaður í fótbolta, hefur undanfarna daga nýtt twitter-aðgang sinn til að tjá hugmyndir sínar um femínisma og jafnrétti kynjanna. Í einni færslu sem hann hefur nú eytt staðhæfir hann að hugmyndin um feðraveldið sé samsæriskenning. Spyr hann einnig hvort það það sé mögulega form af misrétti að það starfi fleiri konur en karlar sem hjúkrunafræðingar. 

Hann fordæmir að sama skapi kynjakvóta. Annar Twitter-notandi er fljótur að benda honum á að ljóst er að hann hafi misskilið kynjakvóta-lögin. Samkvæmt þeim skuli velja það kyn sem hallar á þegar tveir jafnhæfir einstaklingar sækjast um sömu stöðu, ekki að annar aðilinn sé valinn vegna kyns einvörðungu, þótt hann hafi ekki jafna hæfni. Virðist hann halda að tilgangur þeirra sé að hafa jafn mikið af hvoru kyni í öllum stöðum.

Landsliðsmanninum virðist hugleikið það misrétti sem karlmenn verða fyrir í dag og ítrekar þá skoðun sína að honum finnist allir hafa jafna möguleika á Íslandi í dag.

Elmar spyr í kjölfarið hvar konur séu að þjást í dag. Óljóst er hvort hann sé þar með að draga í efa að einhverjar konur þjáist í dag eða hvort hann sé að spyrja að einlægni.

Er honum þá bent á að það geti verið varasamt að ræða þessa hluti á opinberum vettvangi í ljósi hve eldfim umræðan getur orðið og hann eigi mikið af ungum aðdáendum sem líta upp til hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lögreglan varar við svindli – „Ekki falla í þessa gryfju“

Lögreglan varar við svindli – „Ekki falla í þessa gryfju“
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur er með hugmynd um hvernig bjarga megi Akranesi en til þess þurfi hugrekki – „Við verðum að snúa vörn í sókn“

Vilhjálmur er með hugmynd um hvernig bjarga megi Akranesi en til þess þurfi hugrekki – „Við verðum að snúa vörn í sókn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árekstur þriggja bíla við Hamraborg – Dælubíll og þrír sjúkrabílar sendir á vettvang

Árekstur þriggja bíla við Hamraborg – Dælubíll og þrír sjúkrabílar sendir á vettvang
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjárfestar hafa sölsað undir sig tæplega 90% seldra íbúða á árinu – „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt“

Fjárfestar hafa sölsað undir sig tæplega 90% seldra íbúða á árinu – „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater