Kosningabaráttan tók óvænta beygju fyrir Þorstein Víglundsson félagsmálaráðherra nú í vikunni. Honum var boðið á leikskólann Sólbrekku á Seltjarnarnesi til að kynna sér þær áskoranir sem kennararnir standa frammi fyrir. Í heimsókninni fékk hann einnig að borða lasagna með krökkunum, dansa í söngstund og læra 21 orð sem byrja á Ú. Hvort Þorsteinn hafi náð til framtíðarkjósenda skal ósagt látið en hann segist talsvert fróðari um leikskólamálin eftir heimsóknina.