fbpx
Sunnudagur 06.apríl 2025

Frozen afmæli Anítu Estívu áhugabakara: Sjáðu myndirnar, fáðu uppskriftir og hugmyndir

Aníta Estíva Harðardóttir
Sunnudaginn 29. janúar 2017 17:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dóttir mín varð tveggja ára í vikunni og því ber nú að fagna. Afmæli, veisluhöld, skipulag og bakstur er eitt af mínum áhugamálum. Ég hef ótrúlega gaman af því að prófa mig afram í bakstrinum og leika mér með þær hugmyndir sem ég fæ.

Eins og flestar stúlkur frá aldrinum nýfæddar til um það bil 45 ára, þá vildi dóttir mín óska þess að hún væri Elsa í Frozen og er handviss um það að hún sé í raun og veru prinsessa. Það verður erfiður rigningardagur í framtíðinni þegar ég þarf að útskýra það fyrir henni að hún sé því miður ekki prinsessa, heldur Hafnfirðingur!

Jæja, hvað um það.. Í dag fékk hún að vera prinsessa í einn dag og öllu var slegið til svo yðar hátign færi nú sátt að sofa.

Ég hef undanfarna viku staðið í undirbúningi fyrir veisluna og leyft fylgjendum mínum á Snap að fylgjast með öllu saman en það gerir baksturinn ennþá skemmtilegri!

Það fyrsta sem ég gerði voru margengstoppar með Frozen ívafi en uppskriftina um þá má finna hér.

Ég keypti einnig Prezels og sykurpúða og lék mér að skreyta það með bræddu hvítu og dökku súkkulaði og sykurskrauti.

Ég hef alltaf nokkrar tegundir af mjólkur og eggjalausum veitingum í boði í þeim veislum sem ég held þar sem ofnæmi og óþol fyrir þessum vörum eru mjög algeng.

Ég gerði því muffins með uppskrift sem hægt er að fá hér.

Heitir réttir eru alltaf vinsælir og að þessu sinni gerði ég tvær uppskriftir, eina „venjulega“ og aðra í sterkari kanntinum en sá réttur sló í gegn! Uppskriftirnar af heitu réttunum má finna hér fyrir neðan.

Að lokum er það afmæliskakan sjálf en það er hefðbundin súkkulaðakaka ala góð vinkona mín Betty Crocker og smjörkrem frá Freistingum Thelmu sem hægt er að fá hér.

Ég gerði kökuna mjög háa þar sem ég vildi að hún væri eins og stór ísjaki. Ég gerði svo þrjá mismunandi liti af smjörkremi, hvítt, ljósblátt og aðeins dekkra blátt og lék mér svo að því að dreyfa kreminu í engri sérstakri röð á kökuna. Skreytingarnar á kökunni fást allar í búðinni Allt í Köku nema snjókornin á stönglunum, þau fékk ég í Söstrene Grene.

Prinsessa dagsins fékk dásamlega vini og ættingja í heimsókn, fullt af gjöfum og fór södd og sæl að sofa eftir viðburðaríkan dag.

Þangað til næst.

Endilega fylgið mér á Snap: anitaeh

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Sólveig Anna urðar yfir woke-ið og Hallgrím í hressilegum orðaskiptum – „Woke er ömurlegt“

Sólveig Anna urðar yfir woke-ið og Hallgrím í hressilegum orðaskiptum – „Woke er ömurlegt“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Fá virkilega slæmar fréttir fyrir mikilvæga leiki í Meistaradeildinni

Fá virkilega slæmar fréttir fyrir mikilvæga leiki í Meistaradeildinni
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

England: Lítil skemmtun í stórleiknum

England: Lítil skemmtun í stórleiknum
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Besta deildin: Valur missteig sig í fyrsta leik

Besta deildin: Valur missteig sig í fyrsta leik
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Svona geturðu nýtt fíflana í garðinum

Svona geturðu nýtt fíflana í garðinum
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sif Sigmars fékk skilaboð frá „reiða hvíslaranum“

Sif Sigmars fékk skilaboð frá „reiða hvíslaranum“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Gagnrýnir þrjá þjálfara sem hafa ekki staðist væntingar í vetur – ,,Erfitt fyrir mig að segja það“

Gagnrýnir þrjá þjálfara sem hafa ekki staðist væntingar í vetur – ,,Erfitt fyrir mig að segja það“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.