fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024

Constance Wu gagnrýnir Óskarstilnefningu Casey Affleck – Hefur fengið miklar undirtektir

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 26. janúar 2017 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Constance Wu vakti mikla athygli á Twitter í vikunni þar sem henni var hrósað af fjölmörgum fyrir að þora að stíga fram og tjá sig. Constance lét í ljós óánægju sína yfir Óskarsverðlaunatilnefningu Casey Affleck, sem þegar hefur hlotið Golden Globe fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Manchester by the Sea. Ástæða þess að Constance er ósátt er að árið 2010 sökuðu tvær konur leikarann um að hafa brotið á sér kynferðislega. Málin fóru aldrei fyrir dómstóla og voru afgreidd með sáttargreiðslum.

Samsett mynd/Getty.

Þó fortíð leikarans dragi ef til vill ekki úr hæfileikum hans, eða geri lítið úr góðri frammistöðu, segir Constance að Akademían, sem veitir Óskarinn ár hvert, verði að sýna ábyrgð. Þó verðlaun séu veitt fyrir leik verði að taka til greina gjörðir í daglegu lífi þeirra sem hljóta slíkan heiður. Hún segir leiklistina snúast um að túlka mannlega reisn í daglegu lífi og þessar ungu konur sem brotið var á séu innilega mannlegar. Kvikmyndabransinn hafi í gegnum tíðina farið illa með konur og oftast reynt að fara hljótt með það eins og fjölmörg dæmi sýna.

Constance, sem þekktust er fyrir hlutverk sitt í gamanþáttunum Fresh Off the Boat, fullyrðir að henni hafi verið ráðlagt að tjá sig ekki um málið. Það gæti komið sér illa fyrir hennar eigin leiklistarferil. „Fjandinn hafi ferilinn minn,“ segir hún við því. „Ég er fyrst og fremst kona og manneskja.“

Margir hrósuðu Constance Wu fyrir að taka umræðuna:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Ráðuneytið hefur í þrígang skammað Langanesbyggð vegna lögbrota – „Andrúmsloftið er að mínu mati ekki fólki sæmandi“

Ráðuneytið hefur í þrígang skammað Langanesbyggð vegna lögbrota – „Andrúmsloftið er að mínu mati ekki fólki sæmandi“
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Skoraði kannski fallegasta sjálfsmark sögunnar um helgina – Sjáðu hvað gerðist

Skoraði kannski fallegasta sjálfsmark sögunnar um helgina – Sjáðu hvað gerðist
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Stefán ekki sannfærður um lífsseiga kenningu og nefnir athyglisverð dæmi

Stefán ekki sannfærður um lífsseiga kenningu og nefnir athyglisverð dæmi
Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum að hjúkrunarheimilum

Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum að hjúkrunarheimilum
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Samherji Kane með ansi gott grín eftir leik – Sjáðu hvað hann gerði

Samherji Kane með ansi gott grín eftir leik – Sjáðu hvað hann gerði
Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Jóhannes Loftsson skrifar: Áskorun til heilbrigðisráðherraefnis Samfylkingarinnar

Jóhannes Loftsson skrifar: Áskorun til heilbrigðisráðherraefnis Samfylkingarinnar
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Afinn sem sendi Kennarasambandinu reikning vill að sveitarfélögin „borgi lausnargjaldið“

Afinn sem sendi Kennarasambandinu reikning vill að sveitarfélögin „borgi lausnargjaldið“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Fullyrðir að Gylfi sé ekki að ýta á það að fara frá Val

Fullyrðir að Gylfi sé ekki að ýta á það að fara frá Val
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum
Eiður og Vicente í KR

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.