fbpx
Sunnudagur 06.apríl 2025

Sjö leiðir til að eiga við neikvæðu vinkonuna

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 26. janúar 2017 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þú kannast örugglega við neikvæðu týpuna. Hún er sú sem hefur allt á hornum sér, nálgast lífið allt með neikvæðum formerkjum, og virðist ekki geta hætt að kvarta og kveina. Stundum getur annars indælt fólk hrasað ofan í drullupoll neikvæðninnar svo að sletturnar ganga yfir alla nærstadda. Neikvæðni er nefnilega bráðsmitandi. En svo heppilega vill til að það er jákvæðni líka.


Hér eru nokkrir punktar til hjálpar í samskiptum við neikvæðu vinkonuna (nú eða vininn):

Snúðu öllu á hvolf

Þegar hún er að gera þig brjálaða með neikvæðum athugasemdum um allt og alla, getur þú prófað að bregðast við með því að telja upp eitt jákvætt atriði fyrir hvert neikvætt sem kemur frá henni.
Dæmi:
Þið gangið framhjá Melaskóla, það eru frímínútur.
Nanna neikvæða: „Oh, geta þessir krakkar ekki haft aðeins lægra.“
Þú: „Ómægod, sjáðu hvað þessi litla stelpa er með falleg augu.“
Þið komið auga á nokkrar unglingsstelpur sem standa í hnapp og taka selfí.
Nanna neikvæða: „Voðalega eru þessar stelpur eitthvað lost í dag.“
Þú: „Æ það er svo gaman að búa til minningar.“

Bentu á án þess að ráðast á

Stundum gerir fólk sér alls ekki grein fyrir eigin neikvæðni. Vandlega hugsuð ábending gæti verið fyrsta skrefið í átt að jákvæðara lífi fyrir viðkomandi. Veldu orð þín gaumgæfilega – jákvæðar staðhæfingar hafa meiri áhrif.
Slæmt orðalag: „Oh, Nanna, þú ert alltaf svo fokking neikvæð að ég er að bilast.“
Betra orðalag: „Elsku Nanna, mikið vildi ég að þú tækir eftir því sem er gott og jákvætt jafnvel og þú tekur eftir því sem betur mætti fara.“

Finndu þrjú atriði

Stundum er ALLT ómögulegt og sú neikvæða hagar sér eins og blandari án loks stilltur á hæsta með grænum smúþí. Eldhúsið sem sagt allt í grænum slettum. Það er kalt, það er dimmt, það er rok, það er ekki hægt að nota regnhlíf á Íslandi, það var útlendingur á kassanum í Bónus, það er svo lengi á tali hjá Vodafone, pöntunin frá Aliexpress er ekki komin, það verður örugglega vondur matur á Þorrablótinu. Þú ert hreinlega að kafna.
Prófaðu að stoppa hana af – segðu að þú skiljir að það hljóti að vera erfitt þegar svona margt neikvætt truflar. Biddu hana að finna þrjú verstu atriðin og ræða þau í þaula. Þegar kvart og kvein er tekið skipulega fyrir, er miklu líklegra að kvartarinn finni jafnvel lausnir á því sem amar að.

Settu tímamörk

Þetta geri ég gjarnan með dóttur minni. Við búum til sérstakt áhyggjukortér daglega. Þá má ræða áhyggjur af hvaða toga sem er, en á öðrum tíma dagsins eru þær ekki á dagskrá. Sama kerfi virkar prýðilega fyrir neikvæðni. Líttu bara á klukkuna og láttu Nönnu neikvæðu vita að hún hafi 10 mínútur í viðbót til að tala um allt sem er ömurlegt akkúrat í dag. Svo takið þið upp léttara hjal.

Brosandi með keðjusög

Stundum þurfum við að mæta einhverju sem fer bara óstjórnlega í taugarnar á okkur – og það er morgunljóst að við munum engu breyta um stöðuna. Vinkona mín sem vinnur með agalega leiðinlegri konu sem er langt frá því að vera viðbjargandi hringir stundum í mig á daginn algjörlega að bilast yfir viðmótinu og hrokanum sem hún fær daglega yfir sig. Ég segi henni iðulega að mæta þessum hörmulega vinnufélaga brosandi með (ímyndaða) keðjusög í höndum. Það hjálpar.

Bregstu við með bulli

Bull og húmor skyldi ekki vanmeta. Ef neikvæðni vinar er við það að ganga fram af þér gætirðu prófað að bregðast við með einhverju sem er alveg út í hött. Hlátur er svo heilandi og getur snúið aðstæðum alveg við á augabragði.

Búðu til línu úr hringnum

Neikvæðni á það til að fara í hringi. Þannig getur maður lent í að spóla gjörsamlega og hringsnúast um sama vandamálið langtímum saman. Góður vinur minn ráðlagði mér einhverju sinni að taka hringinn, brjóta hann á einum stað, og búa til úr honum línu. Þannig eignast málið upphaf og endi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Sólveig Anna urðar yfir woke-ið og Hallgrím í hressilegum orðaskiptum – „Woke er ömurlegt“

Sólveig Anna urðar yfir woke-ið og Hallgrím í hressilegum orðaskiptum – „Woke er ömurlegt“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Fá virkilega slæmar fréttir fyrir mikilvæga leiki í Meistaradeildinni

Fá virkilega slæmar fréttir fyrir mikilvæga leiki í Meistaradeildinni
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

England: Lítil skemmtun í stórleiknum

England: Lítil skemmtun í stórleiknum
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Besta deildin: Valur missteig sig í fyrsta leik

Besta deildin: Valur missteig sig í fyrsta leik
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Svona geturðu nýtt fíflana í garðinum

Svona geturðu nýtt fíflana í garðinum
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sif Sigmars fékk skilaboð frá „reiða hvíslaranum“

Sif Sigmars fékk skilaboð frá „reiða hvíslaranum“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Gagnrýnir þrjá þjálfara sem hafa ekki staðist væntingar í vetur – ,,Erfitt fyrir mig að segja það“

Gagnrýnir þrjá þjálfara sem hafa ekki staðist væntingar í vetur – ,,Erfitt fyrir mig að segja það“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.