Í Norður-Indlandi geta veturnir verið mjög kaldir þannig að sjálfboðaliðar ákváðu að prjóna risa peysur fyrir fílana sem eru hjá þeim. Það ætti ekki að koma á óvart miðað við stærð þeirra að það tekur um fjórar vikur að prjóna eina peysu á fíl. Þetta eru nú stærstu spendýr á landi. Þau sem prjóna peysurnar passa ekki aðeins upp á að þær eru hlýjar og kósy, heldur líka smart! Það eru samtökin Wildlife SOS Elephant Conservation and Care Center sem standa fyrir þessu.
„Það er mikilvægt að vernda fílana fyrir kuldanum þennan harða vetur, þar sem þeir eru veikburða og viðkvæmir eftir að hafa þurft að þola mikla misþyrmingu áður en þeim var bjargað,“
sagði einn af stofnendum samtakanna í tilkynningu. The Dodo greinir frá þessu. Það eru 23 fílar sem dvelja hjá samtökunum og eins og er eru aðeins þrír fílar komnir með sína eigin peysu. En vonandi verða allir komnir með svona kósy og smart peysu fyrr næsta vetur.