fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024

Frozen marengstoppar ala Aníta Estíva

Aníta Estíva Harðardóttir
Mánudaginn 23. janúar 2017 18:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dóttir mín á tveggja ára afmæli á morgun og haldið verður uppá það næstkomandi helgi. Hún er einstaklega hrifin af Frozen teiknimyndinni og öllu því sem henni fylgir. Það lá því beinast við að hafa þemað í afmælinu í anda Frozen og þeir sem þekkja mig vel vita að þegar kemur að veislum þá hef ég mikinn metnað og hef sérstaklega gaman af því að prófa mig áfram með nýjar uppskriftir.

Ég sýndi frá því á snappinu mínu í gær þegar ég bakaði marengstoppa með Frozen ívafi, en þeir eru í laginu eins og hvít jólatré með bláum röndum.

Uppskriftin er einföld:

Stífþeyta 3 eggjahvítur og 200 gr hvítan púðursykur þar til marengsinn er orðin það stífur að hægt er að hvolfa skálinni án þess að hann falli úr.

Bæta við 1 poka súkkulaðihúðað lakkrískurl og smátt skorið 100 gr hvítt súkkulaði. Hræra þessu varlega saman við með sleif. Láta síðan 1 dropa af bláum matarlit út í og rétt hræra honum saman við, alls ekki hræra hann mikið.

 

Síðan er tekin sprautustútur (ég nota frá Allt í köku og finnst mér hann lang bestur) og settur ofan í glas. Snúið honum á rönguna og setjið bláan matarlit með prjón (eða einhverju með mjóan odd) og teiknið 4 þunnar línur innan á sprautustútinn. Þær þurfa ekki að vera þráðbeinar eða vandaðar, það kemur ekki að sök þótt þær séu skakkar þar sem útkoman verður alltaf falleg.

Setjið marengsinn ofan í sprautuna og passið að hafa engan stút á. Næst er að kreista marengsinn á bökunarpappír og móta lítil jólatré með sprautunni.

Bakið toppana á 140°c í 25 mínútur við blástur.

Njótið!

Endilega fylgstu með mér á snapchat en þar er ég dugleg að sýna frá allskonar uppskriftum sem ég er að prófa mig áfram með. Snap: anitaeh

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Maður á fimmtugsaldri með gífurlegt magn af þýfi úrskurðaður í gæsluvarðhald

Maður á fimmtugsaldri með gífurlegt magn af þýfi úrskurðaður í gæsluvarðhald
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Eyþór Wöhler og KR rifta samningi

Eyþór Wöhler og KR rifta samningi
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Snorri pirraður á því hvernig RÚV talar um Miðflokkinn

Snorri pirraður á því hvernig RÚV talar um Miðflokkinn
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Rosalegir sautján dagar hjá Arne Slot – Sex erfiðir og áhugaverðir l eikir

Rosalegir sautján dagar hjá Arne Slot – Sex erfiðir og áhugaverðir l eikir
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Getur ekki gleymt því sem hún sá í tölvu eiginmannsins – „Ég man það í hvert skipti sem við stundum kynlíf“

Getur ekki gleymt því sem hún sá í tölvu eiginmannsins – „Ég man það í hvert skipti sem við stundum kynlíf“
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Hvað gerist næst? „Versta sviðsmyndin er sú sem varð í Heiðmerkureldunum“

Hvað gerist næst? „Versta sviðsmyndin er sú sem varð í Heiðmerkureldunum“
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Flestir vilja að Alan Shearer taki við stóra starfinu í sjónvarpi

Flestir vilja að Alan Shearer taki við stóra starfinu í sjónvarpi

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.