fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024

Hann hefur heimsótt Múmíngarðinn í Finnlandi á hverjum degi í 17 ár

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 25. janúar 2017 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðastliðin 17 ár hefur Tauno Vintola heimsótt Múmíngarðinn í Finnlandi á hverjum degi. Nema ef það er rigning. „Ég reyni að fara á hverjum degi nema auðvitað ef það sé mikil rigning, þá fer ég ekki,“ sagði Tauno við Independent.

„En ég fer nánast á hverjum degi. Garðurinn er aðeins 200 metra frá húsinu mínu og ég er kominn á eftirlaun svo ég hef tíma. Þetta er fallegur staður til að heimsækja og nýir hlutir gerast þar nánast daglega.“

Tauno heimsækir ekki aðeins Múmíngarðinn á hverjum degi, heldur tekur hann ljósmyndir í hvert skipti. Samkvæmt Tauno þá eru flestir Finnar aðdáendur Múmínálfanna. Múmínálfarnir, sem voru búnir til af Tove Jansson, hafa einnig notið vinsælda hér á landi. En af hverju ætti einhver að heimsækja garð tileinkaðan múmínálfunum á hverjum degi?

Mynd/Tauno Vintola

Tauno fékk fyrst boð í garðinn frá sjálfum eiganda Múmíngarðsins árið 2000, Dennis Livson. Hann vissi að Tauno væri ljósmyndari sem bjó nálægt garðinum í Naantali og spurði hvort hann vildi frían aðgang að garðinum og höfundarétt til að taka myndir. Hann myndi ekki fá borgað fyrir það en hann gæti selt myndirnar sínar. Tauno svaraði boðinu játandi og núna 17 árum síðar er hann enn við störf að taka myndir. Þó svo að Múmíngarðurinn sé ekki opinn allan ársins hring þá heimsækir Tauno garðinn einnig þegar hann er lokaður.

„Garðurinn er opinn þegar hann er lokaður, hver sem er getur farið inn og labbað um,“

sagði Tauno. Honum þykir mjög vænt um múmínálfana og lítur á þá sem sína aðra fjölskyldu. Hann kynnist einnig fólkinu á bakvið hvern búning í garðinum, en þar sem þetta eru aðallega námsmenn þá eiga þeir til að breytast hvert sumar. Garðurinn hefur einnig farið í gegnum miklar breytingar.

„Í byrjun var aðeins Múmínhúsið og nokkrar sjoppur, nú eru fullt af nýjum stöðum, mismunandi byggingar fyrir mismunandi Múmín karaktera og ný veitingahús. Þetta er allt öðruvísi staður miðað við þegar hann opnaði fyrst.“

Ef þú vilt heimsækja Múmíngarðinn þá stingur Tauno upp á að heimsækja hann í júní eða ágúst. Það er of heitt og of mikið af fólki í júlí. En ekki búast við rússíbönum eins og í Disney World.

„Eitt af því besta við Múmíngarðinn er að það eru engar hringekjur. Það skapar rými fyrir ímyndunarafl barna og fullorðna og nánst hver sem heimsækir garðinn er þakklátur fyrir það.“

Tauno heldur því fast fram að Múmínbækurnar eru ekki aðeins fyrir börn heldur fullorðna líka. „Þú verður að lesa þær aftur og hugsa um hvað þær þýða. Múmínálfarnir eru um allt lífið.“

Hægt er að skoða fleiri ljósmyndir frá Tauno Vintola á heimasíðu hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 klukkutímum

Magnús Ver opnar sig um áfall: „Það var verið að reyna að hnoða hann og blása“

Magnús Ver opnar sig um áfall: „Það var verið að reyna að hnoða hann og blása“
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Samherji Kane með ansi gott grín eftir leik – Sjáðu hvað hann gerði

Samherji Kane með ansi gott grín eftir leik – Sjáðu hvað hann gerði
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

María gleymir aldrei góðverki Skagamanna: „Fyrstu góðu minningarnar eftir hörmulegan vetur“

María gleymir aldrei góðverki Skagamanna: „Fyrstu góðu minningarnar eftir hörmulegan vetur“
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Afinn sem sendi Kennarasambandinu reikning vill að sveitarfélögin „borgi lausnargjaldið“

Afinn sem sendi Kennarasambandinu reikning vill að sveitarfélögin „borgi lausnargjaldið“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Barcelona mun bjóða markavélinni framlengingu

Barcelona mun bjóða markavélinni framlengingu
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Marius Borg reyndi að eyða sönnunargögnum áður en hann var handtekinn

Marius Borg reyndi að eyða sönnunargögnum áður en hann var handtekinn
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

16 ára strákur verður hluti af aðalliðshóp Amorim

16 ára strákur verður hluti af aðalliðshóp Amorim
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Eigendur útfararstofu játa að hafa misnotað lík

Eigendur útfararstofu játa að hafa misnotað lík

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.