Óþokkinn Martin Shkreli skorar ekki hátt í almenningsáliti en hann er til að mynda þekktur fyrir það að þúsundfalda verðið á lífsnauðsynlegu HIV lyfi. Hann komst aftur í fréttirnar þegar hann keypti eina eintakið af nýrri plötu Wu-Tang Clan fyrir tvær milljónir dollara og lofaði að gefa hana út ef Trump yrði kjörinn forseti. Nú nýlega vakti hann athygli þegar hann reyndi að næla sér í deit á embættistöku Donald Trump með því að senda konum sem starfa í fjölmiðlabransanum skilaboð.
I would rather eat my own organs pic.twitter.com/IgeCRZqk8w
— Lauren Duca (@laurenduca) January 5, 2017
„Ég myndi frekar éta mín eigin líffæri,“ sagði Lauren Duca í svari sem hún birti á Twitter. Í undarlegu svari til hennar reyndi maður að nafni Alan John að koma höggi á femínisma. Þar sagði hann konum að eignast börn, gifta sig og vera hamingjusamar. Femínismi myndi leiða þær að lífi sem einkenndist af köttum, pítsuáti og víndrykkju.
@BadassGinsburg @laurenduca @everywhereist have kids get married and be happy- feminism leads down a dark path of cats, pizza, and wine
— Alan John (@GorillaRadio_Tv) January 6, 2017
Einhverra hluta vegna var maðurinn haldinn þeirri trú að þessi lífsstíll væri ekki eftirsóknarverður. Flestir voru hins vegar á því máli að femínismi hafi aldrei hljómað betur. Í kjölfarið var Twitter undirlagt af myndum af yfirlýstum femínistum með ketti, pítsu og vín. Við styðjum þessa lifnaðarhætti heilshugar.
.@PhilipNByrne Can confirm, is amazing! 🍕🍷🐱 pic.twitter.com/UyZR03bBUY
— Morgan Sleeper (@zipmon) January 7, 2017
@PhilipNByrne @hayBEARS feminism in action. pic.twitter.com/KmgymjDV6D
— Katie Gray (@ZiziFothSi) January 6, 2017
Do not follow me down this path, I beg you.@PhilipNByrne pic.twitter.com/mwViihnsLO
— eric (@faehnrich) January 6, 2017
@PhilipNByrne pic.twitter.com/IZFMcTbrbq
— tara robertson (@taraarobertson) January 7, 2017
@PhilipNByrne The dark path of #feminism – according to @GorillaRadio_Tv pic.twitter.com/CVumRfMkCH
— Alexander Seibt (@sugar_now) January 6, 2017