fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024

Leikararnir sem höfnuðu sögufrægum hlutverkum

Ritstjórn Bleikt
Laugardaginn 14. janúar 2017 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkeppnin er hörð í Hollywood þar sem tækifærin koma og fara. Þrátt fyrir að leikurum hafi tekist að næla sér í hlutverk, vinna til verðlauna, og öðlast heimsfrægð er ekki þar með sagt að þau hafi ekki gert mistök á ferli sínum eða misst af gullnum tækifærum. Nokkur af frægustu hlutverkum sjónvarps- og kvikmyndasögunnar hefðu getað verið allt öðruvísi en við þekkjum þau. Hér eru nokkur dæmi um slík hlutverk og leikarana sem höfnuðu þeim.

Emma Watson hafnaði hlutverki í La La Land

Kvikmyndin La La Land hefur þegar hlotið sjö Golden Globe verðlaun og verið tilnefnd til ellefu Bafta verðlauna. Emma Stone og Ryan Gosling hafa bæði hlotið Golden Globe fyrir leik sinn í myndinni en upphaflega bauðst Emmu Watson aðal kvenhlutverkið. Þau áform gengu hins vegar ekki upp.

Allar myndir: Getty.

Molly Ringwald hafnaði hlutverki í Pretty Woman

Árið 1990 var leikkonan Molly Ringwald eftirsótt í aðal kvenhlutverkið í kvikmyndinni Pretty Woman. Hún afþakkaði, flutti til Frakklands og það hefur varla spurst til hennar síðan.

Will Smith hafnaði hlutverki í The Matrix

Leikarinn Will Smith hefur átt nokkuð farsælan feril þótt hann hafi ekki alltaf tekið bestu ákvarðanirnar. Hann hafnaði til dæmis hlutverki Neo í The Matrix til þess að leika í hinni grútlélegu Wild Wild West.

Sean Connery hafnaði mörgum góðum hlutverkum

Skoski leikarinn Sean Connery sló snemma í gegn sem James Bond og hefur átt almennt farsælan feril. Hann hefur þó hafnað ótrúlega mörgum frábærum hlutverkum í gegnum tíðina. Honum bauðst til dæmis að leika Morpheus í The Matrix en hafnaði hlutverkinu og sagðist ekkert botna í handritinu. Síðar bauðst honum að leika sjálfan Albus Dumbledore í kvikmyndunum um Harry Potter en hafnaði því. Connery var einnig boðið að leika John Hammond í Jurrasic Park en hann vildi frá hærri laun fyrir hlutverkið en framleiðendur gátu reitt af hendi. Aftur bauðst Connery tækifæri til þess að leika skeggjaðan galdramann. Í þetta sinn var honum boðið hlutverk Gandalfs í Lord of the Rings. Hann hafnaði, en í staðin fengum við Ian McKellen og getum ekki hugsað okkur að hafa það öðruvísi.

John Travolta hafnaði hlutverki í Forrest Gump

Leikarinn hefur sjálfur sagt frá því að ákvörðunin að hafna titilhlutverki myndarinnar Forrest Gump séu hans stærstu mistök. Tom Hanks tók við hlutverkinu og hlaut Óskarsverðlaun fyrir túlkun sína á persónunni.

Katie Holmes hafnaði þessum hlutverkum

Stærstu mistök Katie Holmes á ferli sínum voru þegar hún giftist Tom Cruise. Nú eru þau blessunarlega skilin. Hún hefur hins vegar hafnað nokkrum góðum hlutverkum. Til dæmis vildi leikstjóri Orange is the New Black, þáttanna sem notið hafa mikilla vinsælda á Netflix, fá hana í hlutverk Piper Chapman. Holmes var einfaldlega of upptekin á þeim tíma. Mörgum árum áður var henni boðið að leika titilhlutverkið í þáttunum Buffy the Vampire Slayer. Þá ákvað hún að láta menntaskólanámið ganga fyrir – annað en Sarah Michelle Gellar sem verður ávallt hinn eini sanni vampírubani í hjörtum okkar.

Thomas Jane hafnaði hlutverki í Mad Men

Það er erfitt að ímynda sér nokkurn annan en Jon Hamm í hlutverki siðblinda auglýsingajöfursins Don Draper. Thomas Jane var hins vegar eftirsóttur í hlutverið. Gallinn var sá að hann hafði engan áhuga á að leika í sjónvarpsþáttum.

Johnny Depp hafnaði hlutverki í Ferris Bueller‘s Day Off

Þessi sígilda unglingamynd skartar Matthew Broderick í hlutverki Ferris Bueller. Johnny Depp var hins vegar boðið hlutverkið á undan honum, en þurfti að hafna því vegna annarra verkefna.

Tom Hanks hafnaði hlutverki Jerry Maguire

Tom Hanks var ofarlega í huga Cameron Crowe þegar hann skrifaði handrit að kvikmyndinni Jerry Maguire. Hanks var hins vegar upptekin við tökur myndarinnar That Thing You Do. Hann lýsti hins vegar yfir stuðningi við Tom Cruise sem fór að lokum með hlutverkið.

Michelle Pfieffer hafnaði hlutverki í Silence of the Lambs

Kvikmyndin Silence of the Lambs hreppti alls fimm Óskarsverðlaun en það var Jodie Foster sem hlaut Óskarinn fyrir að leika Clarice Starling. Michelle Pfieffer hafnaði hlutverkinu þar sem hún var ekki hrifin af því að leika í svona drungalegri og alvörugefinni kvikmynd.

Hugh Jackman hafnaði hlutverki James Bond

Hugh Jackman var boðið að leika James Bond í kvikmyndinni Casino Royale í stað Daniel Craig. Hann hafnaði hlutverkinu af ótta við að festast við sambærileg hlutverk allan feril sinn.

Leonardo DiCaprio hafnaði hlutverki í Boogie Nights

Leikaranum bauðst að fara með hlutverk Dirk Diggler sem var einstaklega vel vaxinn fyrir neðan belti. Hann segist hafa séð eftir því síðar meir enda sé hann mikill aðdáandi myndarinnar. Mark Wahlberg hreppti hlutverkið í hans stað.

Craig Bierko hafnaði hlutverki Chandler í Friends

Áður en Matthew Perry hreppti hlutverk Chandler Bing í sívinsælu gamanþáttunum Friends var leikaranum Craig Bierko boðið hlutverkið. Hann sér væntanlega eftir því að hafa hafnað þessu einstaka tækifæri enda veit enginn hver hann er í dag.

Paul Giamatti hafnaði hlutverki í The Office

Bandarísku gamanþættirnir The Office hafa notið mikilla vinsælda en þeir byggja á samnefndir breskri þáttaröð. Paul Giamatti bauðst að fara með hlutverk Michael Scott en hann var ekki hrifinn af því að leika í sjónvarpsþáttum. Steve Carell nældi sér í hlutverkið og það er erfitt að ímynda sér þættina öðruvísi.

 

Matthew Broderick hafnaði hlutverki í Breaking Bad

Leikarinn Matthew Borderick var heppinn þegar Johnny Depp hafnaði hlutverki Ferris Bueller. Bryan Cranston var einnig heppinn þegar Broderick hafnaði hlutverki Walter White í þáttunum Breaking Bad.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Reikna með að hraunrennsli haldi áfram undir yfirborðinu

Reikna með að hraunrennsli haldi áfram undir yfirborðinu
Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Lögregla fór í óvenjulegt útkall í Hafnarfjörð í gærkvöldi

Lögregla fór í óvenjulegt útkall í Hafnarfjörð í gærkvöldi
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Morðið á fegurðardrottningunni skók Bandaríkin – Nú setur faðir hennar þungar ásakanir fram

Morðið á fegurðardrottningunni skók Bandaríkin – Nú setur faðir hennar þungar ásakanir fram
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Bálreiður Keane bauð manninum að hitta sig eftir vinnu – ,,Ég bíð eftir þér á bílastæðinu“

Bálreiður Keane bauð manninum að hitta sig eftir vinnu – ,,Ég bíð eftir þér á bílastæðinu“
Pressan
Fyrir 12 klukkutímum

Svona oft þarftu að stunda kynlíf til að lengja lífið

Svona oft þarftu að stunda kynlíf til að lengja lífið
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum
Ekki gerst í heil 18 ár
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Heimsfræg poppstjarna tapaði 3,5 milljónum á 90 mínútum – Ákvað að taka svakalega áhættu í gær

Heimsfræg poppstjarna tapaði 3,5 milljónum á 90 mínútum – Ákvað að taka svakalega áhættu í gær
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Leita að tveimur Albönum sem grunaðir eru um fíkniefnasölu á Akureyri – Annar dvaldi á Íslandi í leyfisleysi í rúm tvö ár

Leita að tveimur Albönum sem grunaðir eru um fíkniefnasölu á Akureyri – Annar dvaldi á Íslandi í leyfisleysi í rúm tvö ár
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Segir að hann fái ekki nógu mikið hrós frá stuðningsmönnum Englands – Betri en Rooney og Kane

Segir að hann fái ekki nógu mikið hrós frá stuðningsmönnum Englands – Betri en Rooney og Kane
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Sturlun í Filippseyjum – Varaforsetinn hótar að láta myrða forsetann ef hann gerir henni mein

Sturlun í Filippseyjum – Varaforsetinn hótar að láta myrða forsetann ef hann gerir henni mein

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.