fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025

Hreyfðu þig daglega, það léttir lundina

doktor.is
Miðvikudaginn 11. janúar 2017 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Geðrækt er þýðing á því sem á ensku er nefnt „mental health promotion“ og er þá átt við allt það sem gert er til að hlúa að geðheilsunni. Þar sem geðrækt er frekar nýtt hugtak getur verið gott að útskýra það með tilvísun í líkamsrækt. Allir vita hvað líkamsrækt er og þekkja mikilvægi þess að rækta líkamann til að draga úr líkamlegum kvillum. Þetta er þó langt frá því að vera tvennt aðskilið. Það að rækta líkamann hefur bein áhrif á andlega líðan og því er fimmta geðorðið hvatning um að hreyfa sig daglega. Flestir kannast við þá vellíðan sem fylgir því að taka á líkamlega. Í kjölfar slíkra átaka flæða hormón um líkamann sem veita okkur vellíðan sem er eftirsóknaverð og heilbrigð.

Staðreyndin er sú að regluleg hreyfing veitir ekki einungis vellíðan rétt eftir að henni er lokið heldur stuðlar hún að betri líðan í framtíðinni. Þeir sem hreyfa sig reglulega alla ævi eru hamingjusamari í ellinni. Sýnt hefur verið fram á samband milli þess hve mikið fólk hreyfir sig og hve vel því líður á efri árum. Þeir sem hreyfa sig minna hafa meiri tilhneigingu til að vera þunglyndir á efri árum en hinir sem hreyfa sig reglulega.

Það eru örugglega mismunandi ástæður sem fólk gefur upp fyrir því að hreyfa sig ekki reglulega en fæstar þeirra eru gildar og góðar og því eins gott að losa okkur við þær sem fyrst. Þessi reglulega hreyfing þarf ekki að vera mikil, en til þess að við njótum hennar þurfum við að finna eitthvað sem hentar okkur, eitthvað sem við höfum gaman af. Sumir tengja reglulega hreyfingu við félagsskap við aðra og nota tækifærið til að hitta skemmtilega vini um leið og þeir hreyfa sig. Öðrum finnst gott að eiga tíma með sjálfum sér um leið og þeir hreyfa sig.

Möguleikarnir til að hreyfa sig reglulega eru margir. Einhverjum hentar vel að fara í líkamsræktarstöðvar, öðrum hentar betur að fara út að ganga, í sund, á hestbak, í jóga eða hvað sem er. Hvað við veljum að gera er aukaatriði. Aðalatriðið er að finna eitthvað sem hentar manni sjálfum og byrja sem fyrst að stunda reglulega hreyfingu og rækta þannig bæði líkamlega og andlega heilsu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Kennari á Akureyri segir grein Grafarvogsbúa um blauta drauma borgarstjórnar afhjúpandi – „Grafarvogsgremjan er þá eftir allt saman stéttahroki“

Kennari á Akureyri segir grein Grafarvogsbúa um blauta drauma borgarstjórnar afhjúpandi – „Grafarvogsgremjan er þá eftir allt saman stéttahroki“
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Trump birti lausbeislaða páskakveðju sem er full af upphrópunum og uppnefnum – „Gleðilega páska AUMU og ÓSKILVIRKU dómarar“

Trump birti lausbeislaða páskakveðju sem er full af upphrópunum og uppnefnum – „Gleðilega páska AUMU og ÓSKILVIRKU dómarar“
Eyjan
Fyrir 8 klukkutímum

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið
EyjanFastir pennar
Fyrir 10 klukkutímum

Björn Jón skrifar: Að vera kristið samfélag

Björn Jón skrifar: Að vera kristið samfélag
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sagðir neita að vinna með þeim umdeilda vegna heimilisofbeldis: Þvertekur fyrir sögusagnirnar – ,,Getiði ímyndað ykkur?“

Sagðir neita að vinna með þeim umdeilda vegna heimilisofbeldis: Þvertekur fyrir sögusagnirnar – ,,Getiði ímyndað ykkur?“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Bjarni og Hrafnkell skafa ekki af því – „Það er bara erfitt að horfa á þetta“

Bjarni og Hrafnkell skafa ekki af því – „Það er bara erfitt að horfa á þetta“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Valur staðfestir kaup á Stefáni Gísla – Gerir fimm ára samning

Valur staðfestir kaup á Stefáni Gísla – Gerir fimm ára samning
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fögnuðu markinu allt of mikið gegn Manchester United – ,,Leikurinn var ekki búinn“

Fögnuðu markinu allt of mikið gegn Manchester United – ,,Leikurinn var ekki búinn“
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Hefur verið að fylgjast með bíl eiginmannsins – „Ég er viss um að hann er að halda framhjá mér, aftur“

Hefur verið að fylgjast með bíl eiginmannsins – „Ég er viss um að hann er að halda framhjá mér, aftur“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.