Nadja Buttendorf er listakona og skartgripasmiður í Berlín. Hún býr til skartgripi ólíka nokkru sem þú hefur áður séð, en það mætti segja að skartgripirnir hennar séu frekar furðulegir og jafnvel óhugnanlegir. Hún býr til eyrnalokka sem eru eins og eyru og hringi sem líkjast fingrum.
Skargripirnir eru gerðir úr sílikoni og koma í mismunandi litum svo allir geta fengið skargripi sem passa við sinn húðlit. Hver skartgripur er handgerður svo hann sé eins raunverulegur og hægt er. Það er mögulegt að panta þessa furðulegu skartgripi á heimasíðu Nadju, en parið af eyrnalokkum kostar rúmlega 28 þúsund krónur og hringurinn kostar 23 þúsund krónur.
Skoðaðu myndirnar hér fyrir neðan.