Leikkonan Blake Lively er þekkt fyrir að vera með alveg einstaklega fallegt og heilbrigt hár. Í mörg ár hafa konur mætt á hárgreiðslustofur með myndir af henni og beðið um sama lit eða sömu klippingu og Blake. Varð hún meira að segja vinsælli en „Rachel klipping“ Jennifer Aniston í Friends en hún var vinsælasta hárfyrirmyndin í langan tíma. Blake birti skemmtilega mynd af sér fyrir Golden Globe hátíðina á Instagram og má þar sjá hárlakkið og þurrsjampóið frá L’Oreal.
https://www.instagram.com/p/BPBNo9uAdNw/?taken-by=blakelively
Það gleður kannski marga að heyra að þessar vörur fást á Íslandi, meðal annars í Hagkaup og helstu apótekum veit ég. Elvital Extraordinary CLAY þurrsjampóið frá L’Oréal gefur hárinu lyftingu, fyllingu og æðislega áferð. Elnett hárlakkið tryggir að hárgreiðslan haldist í lagi allt kvöldið og „litlu hárin“ séu til friðs. Sjálf er ég ÓTRÚLEGA hrifin af þessari L’Oréal tvennu og skrifaði færslu um hana á dögunum, þú getur lesið hana HÉR.
http://bleikt.pressan.is/lesa/fullkomin-loreal-tvenna-i-veskid/