fbpx
Fimmtudagur 17.apríl 2025

Eftirminnilegustu augnablikin á Golden Globe verðlaunahátíðinni

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 9. janúar 2017 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er margt sem stendur upp úr eftir Golden Globe verðlaunahátíðina og erfitt að gera upp á milli atvika. Í dag greindum við frá öllum sigurvegurunum en hér ætlum við að fara yfir nokkur ómissandi augnablik frá hátíðarhöldunum.

Frábært opnunaratriði Jimmy Fallon

Kynnir kvöldsins var enginn annar en spjallþáttastjórnandinn og grínistinn Jimmy Fallon sem hóf kvöldið á stórkostlegu opnunaratriði sem enginn ætti að missa af.

https://www.youtube.com/watch?v=XaldSt0lc8o

Meryl Streep flutti eftirminnilega ræðu

Leikkonan Meryl Streep hlaut sérstök heiðursverðlaun fyrir framlag sitt til kvikmynda. Í ræðu sinni ræddi hún meðal annars um Donald Trump sem hún segir sýna afskaplega slæmt fordæmi. Hún minntist meðal annars á atvik þar sem Trump hermdi eftir og gerði grín að fötluðum blaðamanni. „Vanvirðing hvetur til frekari vanvirðingu, ofbeldi leiðir af sér meira ofbeldi,“ sagði Streep. „Þegar hinir valdamiklu notfæra sér stöðu sína til að níðast á öðrum töpum við öll.“

Best klæddu leikararnir

Þættirnir Stranger Things voru tilnefndir til verðlauna en þótt þeir hafi ekki fengið gullhnöttinn þetta árið unnu þeir ákveðin sigur. Krakkarnir sem fóru á kostum í þessum spennuþáttum mættu nefnilega í sínu allra fínasta pússi og voru án efa best klæddu leikarar kvöldins.

Mynd: Getty.

Þakkarræða Ryan Gosling

Ryan Gosling hlaut verðlaun fyrir leik sinn í kvikmyndinni La La Land. Þakkarræðuna tileinkaði hann eiginkonu sinni, Evu Mendes, því á meðan hann var að vinna að myndinni þurfti hún að leggja enn harðar af sér fyrir fjölskylduna.

https://www.youtube.com/watch?v=V9KaXEjs5ss

Emma Stone tjáði sig um kjólinn sinn

Þegar Emma Stone var spurð út í kjólinn sem hún klæddist þetta kvöld var hún með fullkomið svar á reiðum höndum. „Sko, hann er bleikur og það eru stjörnur á honum,“ sagði leikkonan sem vildi augljóslega ekki eyða fleiri orðum þá umræðu.

Mynd: Getty.

Myndband til minningar um Carrie Fisher og Debbie Reynolds

Mægðurnar Carrie Fisher og Debbie Reynolds létust báðar með innan við tveggja daga millibili. Fallegt myndband var birt til minningar um þær á Golden Globe hátíðinni.

Andrew Garfield stóð upp fyrir Emmu Stone

Þegar Emma Stone fór á svið til þess að taka við verðlaunum fyrir leik sinn í La La Land var mikið klappað. Athygli vakti að Andrew Garfield stóð upp úr sæti sínu til þess að fanga sigri leikkonunnar. Garfield og Stone voru par í fjögur ár en slitu sambandinu haustið 2015.

Vandræðalega faðmlagið

Damien Chazelle fékk verðlaun fyrir handritið að La La Land. Þegar tilkynnt var um sigur hans fékk hann handabönd og faðmlög úr öllum áttum. Emma Stone virtist villast dálítið í allri þessari kös og úr varð þetta vandræðalega augnablik.

Kossinn sem stal senunni

Á meðan Ryan Gosling fór upp á svið að taka við verðlaunum deildu þeir Ryan Reynolds og Andrew Garfield sjóðheitum kossi. Ástæðuna vitum við ekki, kannski var eitthvað veðmál í gangi, kannski eru þeir bara perluvinir. Allavega virtist Blake Lively ekkert öfundsjúk þótt Garfield væri að kela við eiginmann hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
Fyrir 5 klukkutímum

Rjómaostakúla með pekan og trönuberjum

Rjómaostakúla með pekan og trönuberjum
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Tottenham fær slæmar fréttir fyrir stórleikinn í kvöld – Mikilvægasti leikmaðurinn ekki með

Tottenham fær slæmar fréttir fyrir stórleikinn í kvöld – Mikilvægasti leikmaðurinn ekki með
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þess vegna megi búast við algjörri sturlun í Liverpool í sumar

Þess vegna megi búast við algjörri sturlun í Liverpool í sumar
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fær miklu minni upphæð í leikmannakaup ef liðið kemst ekki í Meistaradeildina

Fær miklu minni upphæð í leikmannakaup ef liðið kemst ekki í Meistaradeildina
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sturluð staðreynd um PSG í Meistaradeildinni – Klikkaði bara þegar Messi mætti á svæðið

Sturluð staðreynd um PSG í Meistaradeildinni – Klikkaði bara þegar Messi mætti á svæðið
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Chicago setur allt á fullt til að fá De Bruyne

Chicago setur allt á fullt til að fá De Bruyne
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Tekur upp hanskann fyrir Andre Onana

Tekur upp hanskann fyrir Andre Onana
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Misþyrmdi stjúpsonum sínum margsinnis á löngu tímabili

Misþyrmdi stjúpsonum sínum margsinnis á löngu tímabili

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.