fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025

Manny MUA er nýjasta andlit Maybelline

Ritstjórn Bleikt
Sunnudaginn 8. janúar 2017 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maybelline hefur tilkynnt hver mun vera nýjasta andlit þeirra í auglýsingum og það er enginn annar en Manny MUA, en hann er mjög þekktur innan förðunarheimsins. Hann er með vinsæla YouTube rás, milljónir fylgjenda á Instagram, hefur gert augnskuggapallettu í samvinnu við Makeup Geek Cosmetics og listinn getur haldið endalaust áfram. Manny MUA er æðislegur karakter og mjög fær förðunarfræðingur. Þetta er í fyrsta skipti sem Maybelline velur karlmann til að vera andlit fyrirtækisins og mun hann vera andlit Maybelline fyrir nýja maskarann þeirra Big Shot Mascara. Bleikt hefur áður fjallað um Manny MUA, sem heitir með réttu nafni Manny Guiterrez, þegar við fjölluðum um stráka sem væru að taka yfir förðunarheiminn.

„Þegar ég var krakki þá horfði ég á mömmu mína gera sig til fyrir vinnu og ég fylgdist með henni í nokkra klukkustundir umbreyta sér,“

sagði hann við Teen Vogue.

„Það var hinsvegar ekki þangað til mun seinna að ég byrjaði að fikta sjálfur með snyrtivörur.“

Maybelline er ekki fyrsta snyrtivörufyrirtækið til að velja karlmann til að vera andlit fyrirtækisins, en Cover Girl tilkynnti í nóvember að James Charles væri nýjasta andlit þeirra.

Horfðu á auglýsinguna hér fyrir neðan:

Sjá einnig:

http://bleikt.pressan.is/lesa/strakar-sem-eru-ad-taka-yfir-fordunarheiminn-fardi-er-ekki-bundinn-kyni/

http://bleikt.pressan.is/lesa/nyjasta-andlit-cover-girl-er-strakur/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Deilurnar í Brákarey – Vildi skaðabætur vegna riftunar samnings í niðurníddu húsi

Deilurnar í Brákarey – Vildi skaðabætur vegna riftunar samnings í niðurníddu húsi
Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Logi Einarsson: Munurinn á okkur og síðustu ríkisstjórn er að við erum samstiga og komum hlutunum í verk

Logi Einarsson: Munurinn á okkur og síðustu ríkisstjórn er að við erum samstiga og komum hlutunum í verk
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Leggur til að Hafnarfjörður og Garðabær sameinist

Leggur til að Hafnarfjörður og Garðabær sameinist
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Þetta eru þeir tíu leikmenn sem eiga að skara fram úr í Bestu deildinni í sumar

Þetta eru þeir tíu leikmenn sem eiga að skara fram úr í Bestu deildinni í sumar

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.