fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024

Leitin að hinum fullkomna brjóstahaldara

Ritstjórn Bleikt
Sunnudaginn 8. janúar 2017 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leitin að hinum fullkomna brjóstahaldara er nokkuð sem flestar konur kannast við – sérstaklega þær sem eru með skálastærð yfir meðallagi. Ég hef alltaf verið með vel útilátinn barm og lengst af hef ég verslað mín brjóstahöld í Ameríku – enda er allt þar svo stórt og vel útilátið. Verðið skiptir að sjálfsögðu máli og ef ég hefði þurft að kaupa allt mitt hér heima væri ég líklega á hausnum (meira en ég er).

Ég er svo ánægð með þennan haldara að ég lygni hreinlega aftur augunum! Mynd: Bombshell by Hildur Heimis

Fyrir nokkrum árum heimsótti ég brjóstahaldahvíslarann Miss Iris, sem rekur dásamlega brjóstahaldarabúð í Brooklyn. Iris er hálfpartinn eins og Yoda brjóstahaldaranna – eldgömul og hrukkuð, sjúklega vel að sér og með nánast dulrænan hæfileika til að para saman barma og brjóstahöld. Heimsóknin til hennar var ævintýraleg – en varð til þess að kannski eignaðist ég í fyrsta sinn haldara sem passaði nákvæmlega á mig. Lífið breyttist við það, áhrifin voru víðtæk. Þegar barmurinn er í góðu lagi og brjóstin hvíla vel studd í til þess gerðum hólfum verður eftirleikurinn svo auðveldur – öll föt sitja betur á konu og kona þarf ekki stöðugt að vera að laga barminn með tilheyrandi líkamlegum beygjum og sveigjum.

Á Íslandi hafa stór og voldug brjóst átt erfiðara uppdráttar. Þó verð ég að segja að landslagið hefur breyst á síðasta áratugnum eða svo. Dýrtíðin er þó enn talsverð – svo það er nú ekki á hverjum degi sem kona leyfir sér fín undirfatakaup í borg óttans.

Sami haldari – meira flipp!

Um daginn fór ég í svakalega þokkafulla boudoir-myndatöku hjá Hildi Heimisdóttur ljósmyndara og þá voru nú góð ráð dýr. Ég hafði samband við Misty og fékk þær til að dressa mig að hluta

Heimsóknin til þeirra var notaleg og heimilisleg – dálítið eins og hjá Miss Iris í Brooklyn. Þarna voru konur sem vissu nákvæmlega hvað þær voru að gera – þær þukluðu og þreifuðu og rifu fram höld eftir höld og hentu mér innog út úr mátunaklefanum. Niðurstaðan var tvö nærfatasett sem eru svo brjálæðislega flott að þau ættu að fá eigið póstnúmer.

Þessi er geggjaður – dálítið gamaldags í útliti og nær niður í átt að mittinu. Hús fyrir brjóst! Mynd: Bombshell by Hildur Heimis

Ég sá að ég yrði að pumpa þessar konur – sem eru búnar að vera í bransanum síðan ég var 10 ára (1981) – til að segja mér meira um íslenska brjóstahaldarabransann.

Það er Rúna sem verður fyrir svörum en hún og Bjarma reka Misty saman. „Fyrirtækið var fyrst stofnað 1981, þá var Bjarma eini eigandinn. Eftir stóra brunann á Laugavegi 4 2002 var sjálfhætt. Vegna fyrirspurna og eftir miklar pælingar fórum við Bjarma í samstarf 2014 hér á Laugavegi 178.“

Rúna segir að mikilvægasta atriðið varðandi hvern brjóstahaldara sé að hann passi. „Þess vegna mælum við hvern viðskiptavin og mátum hinar ýmsu tegundir þar til sá rétti finnst. Oftast  er það bara skemmtilegt ferli með masi og ósjaldan „trúnó“ í mátunarklefanum. Síðan skráum við viðkomandi með stærð og tegund, þannig að næst liggja fyrir ákveðnar upplýsingar sem stytta ferlið.“

Rúna segir það sorglega staðreynd að ennþá séu flestar konur í rangri stærð.

„Þess vegna eru þær endalaust að laga sig allann daginn. Oft eru brjóstahaldarar keyptir í flýti jafnvel án þess að máta. Það er bannað… ég segi stundum ef ég met húmorinn vera í orden, að maður giftist ekki manni án þess að sofa hjá honum, eins kaupir maður ekki haldara án þess að máta.“

Verð á brjósthaldara hjá Misty er á bilinu kr 5 – 10.000. „Með góðri meðferð eins og þvotti og öðru endist haldari lengi, þannig að þegar upp er staðið er það sennilega ódýrasta flíkin sem keypt er, miðað við kílómetra.“

Ragga Eiríks

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Sigmundur Davíð tjáir sig harkalega um VMA-málið – „Allt einhver fullkomin þvæla frá einstaklingi sem var ekki á staðnum“

Sigmundur Davíð tjáir sig harkalega um VMA-málið – „Allt einhver fullkomin þvæla frá einstaklingi sem var ekki á staðnum“
Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Maður á fimmtugsaldri með gífurlegt magn af þýfi úrskurðaður í gæsluvarðhald

Maður á fimmtugsaldri með gífurlegt magn af þýfi úrskurðaður í gæsluvarðhald
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Amorim bannaði Leny Yoro að spila með varaliðinu

Amorim bannaði Leny Yoro að spila með varaliðinu
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Snorri pirraður á því hvernig RÚV talar um Miðflokkinn

Snorri pirraður á því hvernig RÚV talar um Miðflokkinn
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Ísland mætir Kósovó í umspili – Óvíst hvar heimaleikur Íslands fer fram

Ísland mætir Kósovó í umspili – Óvíst hvar heimaleikur Íslands fer fram
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Getur ekki gleymt því sem hún sá í tölvu eiginmannsins – „Ég man það í hvert skipti sem við stundum kynlíf“

Getur ekki gleymt því sem hún sá í tölvu eiginmannsins – „Ég man það í hvert skipti sem við stundum kynlíf“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Samþykkt að breyta reglum eftir dóm á dögunum – Kemur í veg fyrir óeðlilega samninga

Samþykkt að breyta reglum eftir dóm á dögunum – Kemur í veg fyrir óeðlilega samninga
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.