Bo-taoshi er japönsk íþrótt sem er spiluð af bæði börnum og fullorðnum, en sem betur fer ekki á sama tíma. Það eru tvö lið sem keppa og 75 leikmenn í hvoru liði. Markmið leiksins er að vernda „ninju“ liðsins þíns, sem verður að vera efst á súlu liðsins, á meðan hitt liðið reynir að ná súlunni niður í 30 gráður. Ég held að íþróttin sé skiljanlegri ef þú bara horfir á myndbandið hér fyrir neðan.
Jæja hver er til? Ætli þessi íþrótt skapi sér sess hér á landi?