Hollt mataræði er mjög mikilvægur þáttur af því að lifa heilbrigðu lífi. Mataræðið getur haft áhrif á líkamann, bæði að innan sem og utan. Þá er líka verið að tala um húðina sem mörgum langar að hugsa sem best um. Hvað þú borðar getur haft áhrif á bólumyndun, hrukkumyndun og myndun fínna lína. Hér eru sex leiðir sem mataræðið þitt gæti hugsanlega haft slæm áhrif á húðina þína, við erum þó auðvitað ekki að segja að vandamálahúð og öldrun húðar séu ekki eðlilegasti hlutur í heimi. Þessi listi er bara birtur fyrir áhugasama um húð og breytingar á húð útfrá matarræði. Svo má ekki gleyma því að góður svefn og nóg af vatni spila einnig gríðarlega stórt hlutverk í því að viðhalda góðri og heilbrigðri húð.
Einföld kolvetni (hugsaðu um allt sem er gert með hvítu hveiti eða sykri) hækka blóðsykurinn þinn hratt, sem einnig eykur insúlín og býr til bólgu og roða í húðnni þinni. Þetta segir Eleni Linos, MD, aðstoðarprófessor í húðsjúkdómafræði við University of California San Fransisco Medical Center, samkvæmt Huffington Post.
„Það eykur olíuframleiðslu í andliti, stíflar svitaholurnar þínar og gerir það erfiðara að hreinsa húðina almennilega – sem þýðir fleiri bólur,“
bætir Whitney Bowe við.
Mjólkurafurðir eru frábær leið til að styrkja bein og halda próteininntöku þinni í góðu lagi, en ákveðnar gerðir af mjólkurafurðum ýta undir bólur. Þá sérstaklega undanrenna og ís. Í sambandi við ísinn þá er einnig hægt að tengja bólumyndun við sykurinnihald hans.
Mysuprótein er vinsælt fæðubótarefni. Nokkrar minni rannsóknir hafa sýnt að fólk þróar oft með sér húðvandamál og bólur eftir að þau bæta mysupróteini í mataræðið sitt. Prufaðu grænmetisprótein í staðinn, eins og baunaprótein ef mysuprótein er að fara illa í þína húðgerð.
Þá er verið að tala um fitusnautt mataræði sem var svo vinsælt fyrir svona 20 árum síðan. Við vitum það núna að einómettaðar og fjölómettaðar fitusýrur eru góðar fyrir heilsuna þína, þær geta hjálpað þér að minnka líkurnar á hjartasjúkdómum og hafa stjórn á blóðsykrinum þínum. Þær spila einnig mikilvægt hlutverk í því að halda góðum raka í húðinni og að húðin sé glansandi falleg.
Það getur verið erfitt að breyta mataræðinu og einhvernvegin er alltaf frekar auðvelt að réttlæta fyrir sér af hverju maður á skilið eina auka smáköku eftir kvöldmat. En það er einnig góð áminning að gos, sælgæti og annað „góðgæti“ getur leitt til fínna lína og hrukka í sumum tilfellum.
Já það er búið að minnast á að minnka hugsanlega prótein, en þá var aðeins verið að tala um mysuprótein. Amínósýrur í próteini virka eins og byggingakubbar sem gefa húðinni teygjanleika og styrk. Fitusnauður kjúklingur og fiskur eru kjörvalin próteinmáltíð og svo eru hérna 37 aðrar tegundir af prótein matvæli sem eru ekki kjöt.