Flestir muna vel eftir hinum unga Chris Crocker, sem birtist okkur hágrátandi í myndbandi sem vakti heimsathygli, og bað alla að láta Britney Spears í friði. Þetta var árið 2007 þegar söngkonan var að ganga í gegnum erfitt tímabil og slúðurmiðlarnir sóttu hart að henni. Tíu árum síðar er Crocker gjörbreyttur maður en hann hefur þurft að þola það að vera aðhlátursefni öll þessi ár.
Hann virðist þó hafa lært að hafa húmor fyrir þessu öllu saman, en það vakti athygli í desember þegar Crocker skaut föstum skotum á Donald Trump, sem kvartar oft yfir því hvernig fjölmiðlar koma fram við hann.
If the press would cover me accurately & honorably, I would have far less reason to „tweet.“ Sadly, I don’t know if that will ever happen!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 5, 2016
Chris Crocker svaraði þessum ummælum Trump, sem tekur við embætti forseta Bandaríkjanna á næstunni, og sagði honum að láta ekki eins og smákrakki.
Hi. I’m the „Leave Britney Alone guy“. I was a meme & laughing stock for 10 years. I delt it.
You’re the President-Elect. Grow up. https://t.co/bsfdJb9WPw
— Chris (@ChrisCrocker) December 6, 2016
Crocker virðist hafa sætt sig við athyglina sem mun væntanlega fylgja honum um ókomna tíð en hann lítur öðruvísi út í dag en hann gerði fyrir tíu árum. Til gamans má geta að hann birti fyrir og eftir mynd af sér á Twitter fyrir nokkrum vikum, en hann er ekki með aflitað hár og eyeliner í dag.
Me walking into 2016
Vs
Me walking out of 2016 pic.twitter.com/njyPXaKDu3— Chris (@ChrisCrocker) December 10, 2016