fbpx
Sunnudagur 06.apríl 2025

Tíu hræðilegar ástæður fyrir sambandsslitum

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 5. janúar 2017 11:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru ýmsar góðar ástæður til að slíta ástarsambandi. Á sama tíma er líka meira en nóg af ömurlegum afsökunum. Hér förum við yfir það síðarnefnda en notendur Reddit deildu á dögunum kostulegum frásögnum af verstu skýringum sem þeir höfðu fengi að heyra þegar hinn aðilinn vildi enda sambandið.

Mynd: Getty.

Fyrrverandi sagði þetta allt í sömu setningu: „Ég er samkynhneigð, ég er búin að kynnast öðrum, hann er miklu ríkari en þú, það er samt ekki þú heldur ég, það er örugglega best að við séum bara vinir.“

„Þetta fékk ég að heyra frá einni stelpu: ‚Ég lofaði Isaac að ég myndi byrja með honum þann tólfta.‘ Farðu til andskotans Jennifer.“

„Hún sagðist ekki geta verið í fjarsambandi. Síðan byrjaði hún með herbergisfélaga mínum, sem bjó akkúrat tveimur metrum lengra frá henni en ég. Við vorum ekki herbergisfélagar mikið lengur eftir þetta.“

Fyrrverandi sagði: „Við rífumst aldrei, þú öskrar aldrei. Ég þarf að sjá þig sína einhverjar tilfinningar.“

„Hann fann einhverja sem leit út eins og tvíburasystir mín með stærri brjóst.“

„Hún hringdi í mig einn morgun og sagðist hafa dreymt að ég hefði gripið í rassinn á henni fyrir framan fjölskyldu hennar og vini. Hún sagðist ekki geta verið með einhverjum sem gæti gert svona og fundist það í lagi. Ég var orðlaus. Hún hætti með mér út af því hvernig ég hegðaði mér í draumnum hennar.“

„Ein fyrrverandi hætti með mér vegna þess að besta vinkona hennar hafði hætt með sínum kærasta nokkrum dögum áður. Ég vissi ekki að sambönd okkar tengdust svona sterkum böndum.“

„Guð. Hann sagði að Guð hafi skapað konu handa hverjum manni og þar sem ég væri fráskilin vissi hann að ég gæti ekki verið sú eina rétta handa honum.“

„Hann vildi vera betri í að iðka kristna trú og brjóstin mín voru tálbeita djöfulsins. Ég var ekki einu sinni reið.“

Fyrrverandi sagði: „Ég elska þig of mikið og vil ekki missa þig svo við skulum bara vera vinir í staðinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Sólveig Anna urðar yfir woke-ið og Hallgrím í hressilegum orðaskiptum – „Woke er ömurlegt“

Sólveig Anna urðar yfir woke-ið og Hallgrím í hressilegum orðaskiptum – „Woke er ömurlegt“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Fá virkilega slæmar fréttir fyrir mikilvæga leiki í Meistaradeildinni

Fá virkilega slæmar fréttir fyrir mikilvæga leiki í Meistaradeildinni
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

England: Lítil skemmtun í stórleiknum

England: Lítil skemmtun í stórleiknum
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Besta deildin: Valur missteig sig í fyrsta leik

Besta deildin: Valur missteig sig í fyrsta leik
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Svona geturðu nýtt fíflana í garðinum

Svona geturðu nýtt fíflana í garðinum
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sif Sigmars fékk skilaboð frá „reiða hvíslaranum“

Sif Sigmars fékk skilaboð frá „reiða hvíslaranum“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Gagnrýnir þrjá þjálfara sem hafa ekki staðist væntingar í vetur – ,,Erfitt fyrir mig að segja það“

Gagnrýnir þrjá þjálfara sem hafa ekki staðist væntingar í vetur – ,,Erfitt fyrir mig að segja það“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.