fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025

Kylie Jenner á 30 undir þrítugu lista Forbes: Eini táningurinn í sínum flokki

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 4. janúar 2017 17:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kylie Jenner hlaut fyrst frægð sem litla systir Kim Kardashian í raunveruleikaþáttum fjölskyldunnar, Keeping up with the Kardashians. Hún hefur þó nýtt sér athyglina vel síðustu ár og sett á markað fatalínur og margt fleira. Hún stofnaði svo sitt eigið snyrtivörumerki, Kylie Cosmetics, og hefur þetta allt gengið svo vel að Forbes setti hana á listann 30 undir þrítugu á þessu ári, í flokknum Smásala og netverslun.

https://www.instagram.com/p/BO0NlONBQ0u/?taken-by=kyliejenner

Að komast á lista tímaritsins Forbes telst mikill heiður en það vekur athygli að Kylie er eini táningurinn sem komst á listann í sínum flokki. Nýjasta snyrtivaran frá Kylie er 12 augnskugga palletta með spegli og bursta. Er talið að þetta muni seljast hratt upp þegar þetta byrjar í sölu eins og allar vörur hennar gera þegar þær koma í netverslunina í fyrsta skipti. Það eru ekki margir undir tvítugu sem ná svona mögnuðum árangri og gróða með eigin fyrirtæki.

https://www.instagram.com/p/BOyOw8ch6b2/

Hún byrjaði rólega með varaliti og varalitablíanta en hefur jafnt og þétt stækkað fyrirtæki sitt og er nú orðinn snyrtivörumógúll með viðskiptavini um allan heim.  Meira en 82,6 milljónir fylgja Kylie i á Instagram sem er ótrúlega flottur árangur en Kim toppar hana samt með rúmlega 89,6 milljón Instagram fylgjendur. Kylie er aðeins 19 ára gömul en er nú samkvæmt Forbes næsttekjuhæst í sinni fjölskyldu á eftir systur sinni Kim þrátt fyrir að vera yngst í systkinahópnum. Það verður spennandi að fylgjast með því hvað hún setur næst á markað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sjáðu myndina sem vakti heimsathygli – Allir fóru úr að ofan

Sjáðu myndina sem vakti heimsathygli – Allir fóru úr að ofan
Pressan
Fyrir 14 klukkutímum

Hver voru fórnarlömb Gilgo Beach morðingjans? – Þetta eru konurnar 7 sem Rex Heuermann er ákærður fyrir að hafa myrt

Hver voru fórnarlömb Gilgo Beach morðingjans? – Þetta eru konurnar 7 sem Rex Heuermann er ákærður fyrir að hafa myrt
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Mjólkurbikarinn: KR skoraði 11 mörk – FH er úr leik

Mjólkurbikarinn: KR skoraði 11 mörk – FH er úr leik
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Chelsea ætlar að reyna að skáka Arsenal sem er í bílstjórasætinu

Chelsea ætlar að reyna að skáka Arsenal sem er í bílstjórasætinu
Matur
Fyrir 19 klukkutímum
Eðlan sú allra besta
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ekki bara dans á rósum að vera fótboltamaður – ,,Leyfa okkur ekki að vera sú manneskja sem við viljum vera“

Ekki bara dans á rósum að vera fótboltamaður – ,,Leyfa okkur ekki að vera sú manneskja sem við viljum vera“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sakaður um ruddalegt athæfi, kynferðislega áreitni og barnaverndarlagabrot

Sakaður um ruddalegt athæfi, kynferðislega áreitni og barnaverndarlagabrot

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.