Evie Farrell ákvað að segja upp vinnunni og ferðast um heiminn með dóttur sinni eftir að náin vinkona hennar lést úr krabbameini aðeins 42 ára gömul. Þá áttaði Evie sig á því hvað lífið er stutt og í staðinn fyrir að eyða tveimur og hálfri milljón sem hún hafði safnað til að endurgera eldhúsið heima hjá sér ákvað hún að nota peninginn til að ferðast um heiminn með dóttur sinni.
„Vinkona mín lést úr krabbameini. Hún var frábær, yndisleg og falleg kona og átti tvö börn. Þetta var mikilvæg áminning hvað lífið er stutt og maður eigi að nýta það eins og maður getur,“
sagði Evie við Daily Mail Australia. Hún og sex ára gömul dóttir hennar lögðu af stað í heimsreisu í febrúar 2016 og eru ekkert á leiðinni heim á næstunni. Síðustu ellefu mánuði hafa þær heimsótt þrettán lönd, þar á meðal Indónesíu, Tæland, Bretland, Kína og Malasíu.
Þú getur fylgst með ferðalagi mæðgnanna á Instagram.