fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024

„Hann er víst pabbi þinn. HANN ER BARA Í FELUM.“ – Margrét Erla Maack verður fyrir símaónæði

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 28. febrúar 2017 12:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Kæru skjólstæðingar velferðarsviðs Reykjavíkur!
Vinsamlega hættið að hringja í mig, bögga mig og hóta mér.“

Danskennarinn og fjöllistakonan Margrét Erla Maack segir farir sínar ekki alls kostar sléttar í stöðuuppfærslu á facebook í dag, sem hefst með ofangreindum orðum.

Margrét Erla á Músa. Mynd/sigtryggur ari fyrir Bleikt

Margrét heldur áfram og útskýrir að Pétur A. Maack, sem starfar fyrir velferðarsvið Reykjavíkur sé ekki pabbi hennar, heldur nokkuð fjarskyldur frændi.

„Ég skil ekkert um hvað málið snýst, og faðir minn, Pjetur Þ. Maack, enskukennari í Kópavogi, áhugaveiðimaður og íhlaupaprestur, getur mjög lítið hjálpað. Ég mun því ekki láta ykkur í té heimanúmerið hans. Pétur A. Maack er í símaskránni.“

Margrét segist ekki hafa hitt fjarskylda frændann Pétur A. Maack síðan í fimmtugsafmælinu hans sem haldið var í Kópavogi.

„Það var hestur í veislunni og mér fannst það æði.
Símanúmerið mitt virðist vera að ganga á milli fólks sem á virkilega bágt. Búin að fá, tjah, nokkur símtöl um meintan föður minn, flest nokkuð dónaleg. „Hann er víst pabbi þinn. HANN ER BARA Í FELUM.““ segir Margrét að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eiður og Vicente í KR
Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Marius Borg reyndi að eyða sönnunargögnum áður en hann var handtekinn

Marius Borg reyndi að eyða sönnunargögnum áður en hann var handtekinn
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Van Nistelrooy líklega að landa nýju starfi

Van Nistelrooy líklega að landa nýju starfi
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Morðið á fegurðardrottningunni skók Bandaríkin – Nú setur faðir hennar þungar ásakanir fram

Morðið á fegurðardrottningunni skók Bandaríkin – Nú setur faðir hennar þungar ásakanir fram
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Bálreiður Keane bauð manninum að hitta sig eftir vinnu – ,,Ég bíð eftir þér á bílastæðinu“

Bálreiður Keane bauð manninum að hitta sig eftir vinnu – ,,Ég bíð eftir þér á bílastæðinu“