fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024

„Ég held að við séum öll fullfær um að velja það klósett sem hentar okkur“ – Ugla útskýrir

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 27. febrúar 2017 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Kynjalöggur er svona fólk sem skiptir sér af því hvaða fólk er inn á klósettinu og heldur að það sé svaka
harðkjarna að benda manneskju á að hún sé nú örugglega ekki á réttu klósetti því þeim finnst hún vera of karlmannleg eða kvenleg.“ Þetta segir Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir í pisti sem birtist á Vísi í dag.

Í pistlinum fjallar Ugla um hversu þreytandi það er fyrir trans fólk að færa rök fyrir mikilvægi þess að kynlaus klósett standi til boða á almennum stöðum, og að nemendur í Háskóla Íslands fái að nota sitt réttafn innan háskólakerfisins, burtséð frá því hvaða nafn kunni að standa í Þjóðskrá.

Ugla segir að stundum líði sér eins og eldri konunni með skiltið sem stendur á: „I don’t believe I still have to protest this shit“, en mynd af henni hefur varið viða um samfélagsmiðla að undanförnu.

Ugla bendir líka á að trans fólk verði gjarnan fyrir áreiti á almenningsklósettum, og tryggja þurfi öryggi þess innan háskólans.

Um val á klósetti segir Ugla:

„Ég held að við séum öll fullfær um að velja það klósett sem hentar okkur. Kannski við ættum að hætta þessari þrálátu kynjaskiptingu og skipta þeim frekar upp í klósett þar sem fólk fær að pissa í friði og klósett þar sem fólk getur áreitt hvort annað?“

Varðandi notkun á réttu nafni í skólakerfinu útskýrir Ugla hvernig það getur verið kvíðavaldandi og óþægilegt að þurfa í sífellu að útskýra hvers vegna nafnið passar ekki við hið sýnilega kyn. „… vegna þess að lagalega nafnið þitt er ekki lengur það nafn sem þú notar. Hvað þá um þá martröð að vera sett í hópavinnu sem var alveg nógu slæm fyrir? „Hæ krakkar, já sko ég heiti enn lagalega Valur en heiti núna Ugla. Eruði ekki annars öll hress?““

Pistil Uglu má lesa í heild sinni á Vísi

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

„Krafan um bann við laxeldi er krafa um að svipta fólki vinnunni, voninni og eignunum“

„Krafan um bann við laxeldi er krafa um að svipta fólki vinnunni, voninni og eignunum“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Segir að verkefnið taki Amorim marga mánuði

Segir að verkefnið taki Amorim marga mánuði
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sjaldséð eining í borgarráði – „Þetta hljóti að verða komið gott“

Sjaldséð eining í borgarráði – „Þetta hljóti að verða komið gott“
Eyjan
Fyrir 15 klukkutímum

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“
Eyjan
Fyrir 15 klukkutímum

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Breiðablik hefur áhuga á Benedikt Warén

Breiðablik hefur áhuga á Benedikt Warén
Eyjan
Fyrir 16 klukkutímum

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.