fbpx
Fimmtudagur 15.ágúst 2024

Að fá sér flúr í útlöndum! – Reynsla Beggu frá Los Angeles

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 24. febrúar 2017 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég var í miðjum klíðum að skipuleggja fjölskylduferð til Los Angeles þegar ég áttaði mig á því að þar hlyti að leynast fjöldinn allur af góðum húðflúrurum,“ segir Bergljót Björk, en hún er hægt og rólega að safna flúrum á vinstri handlegg og segir að tilhugsunin hafi sannarlega kveikt í ímyndunaraflinu. Við ákváðum að heyra í Beggu og spyrja hana um reynslu hennar af því að skipuleggja flúrferð til útlanda.

Af heimasíðu The Honorable Society

„Google leit gaf mér fljótlega helling af uppástungum að góðum húðflúrstofum í borg englanna. Ég skoðaði bæði stofur og listamenn sem stungið var uppá og heillaðist strax af stofunni The Honorable Society í vestur Hollywood.“

Begga segir að Instagram sé kannski besta leiðin til að finna góðan flúrara.

„Það eru til allskyns prófílar sem sýna flotta flúrlistamenn innan ákveðins stíls og þar með auðvelt að nálgast þann listamann. Sumir eru með ógnarlangan biðlista svo það getur borgað sig, ef maður vill ákveðinn aðila frekar en aðila á ákveðnum áfangastað eins og ég gerði, að gefa sér nægan tíma til að skipuleggja flúrferðina.“

Stofan sem Begga var spenntust fyrir státar af sex „resident“ eða föstum flúrurum og fimm gestaflúrurum sem stoppa mislengi á stofunni.

„Ég sendi þeim fyrirspurn og mér buðust nokkrir dagar og tímar hjá Kristen Fancher sem mér leist strax vel á. Bæði á heimasíðu stofunnar og á Instagram-prófíl hennar sá ég að hún var mjög fær í „realistic“-flúrum og vatnslitastíl sem ég er mjög hrifin af.“

Til að tryggja bókunina var Begga beðin um 100 dollara fyrirframgreiðslu sem hún gat auðveldlega millifært á netinu gegnum PayPal greiðslukerfið. „Þá fékk ég staðfestingu og boð um að vera í email-sambandi við Kristen beint varðandi flúrið mitt.“

Þegar um vika var til stefnu sendi Begga Kristen mynd af blómstrandi timjankvisti. Begga er mikill matgæðingur og vildi fá fallega kryddjurt á handlegginn.

„Ég tók fram hvaða staðsetningu ég væri að hugsa um og að ég væri með önnur flúr á handleggnum nú þegar, sem þyrti að taka tillit til. Það er ágætt að vera búin að koma svona skilaboðum á framfæri svo flúrarinn geti gert ráð fyrir hæfilegum tíma til að undirbúa og útfæra áður en hægt er að hefjast handa með blek og nál.“

Dagurinn rann upp og Begga gaf sér nægan tíma til að komast á staðinn. „Nóg er eftirvæntingin og stressið fyrir því sem koma skal. Mín reynsla er að best er að taka með sér drykk, snarl og þolinmæði. Gera jafnvel ráð fyrir að þessi dagur fari ekki í mikið annað en akkúrat þetta.“

Begga fékk blíðar móttökur á flúrstofunni.

„Við Kristen settumst niður saman til að ræða myndina sem ég hafði sent henni af timjankvistinum, skoða handlegginn minn og hversu stórt plássið væri fyrir hana til að vinna myndina og hvaða hugmyndir ég hafði af litum og útfærslu. Þarna kom sér vel að ég var búin að skoða hvers konar stíl hún hafði því ég gat þá treyst henni fullkomlega þegar hún kom með tillögur að litasamsetningu og fleiru. Hún mælti með fínlegum útlínum og mjúkum litum svo flúrið kæmi vel út á handleggnum. Eftir að við sammæltumst um hvernig best væri að gera fór hún bakatil á stofuna og teiknaði upp skissu sem hægt væri að yfirfæra á húðina. Fyrsta skissan sem hún kom með fannst mér vera aðeins of lítil en það var lítið mál að stækka um nokkur prósent.“

Þegar Kristen var búin að gera vinnustöðina sína klára hóaði hún í Beggu. „Flúrbekkur minnir örlítið á samblöndu af nuddbekk og tannlæknastól. Við byrjuðum á að yfirfæra stensil af myndinni (þá sem hún hafði teiknað upp bakatil) á handlegginn og ákveða í sameiningu hvernig hún ætti að snúa. Fyrsta tilraunin fannst mér ekki snúa alveg rétt svo hún endurtók leikinn að yfirfæra myndina svo ég gæti kíkt í spegil og samþykkt.“

Begga leggur áherslu á að vera ekki feimin við að hafa skoðanir – flúrið mun jú fylgja líkama þess sem fær það ansi lengi – svo best er að vanda til verksins.

„Sem betur fer var Kristen hress og skemmtileg svo ég átti auðvelt að spjalla við hana um allt og ekkert meðan hún dúllaðist með nál og blek á handleggnum á mér. Ég heimsótti nýlega heimsfrægan flúrara í Amsterdam sem var fáránlega ströng og bauð ekki upp á únsu af spjalli meðan á flúrun stóð. Kannski ekki þægilegasta í heimi að þegja í þrjú korter meðan viðkunnalegur sársauki breiðist yfir yfir mann, en allt er þetta bara hluti af upplifuninni!“

Það tók Kristen um klukkustund að setja bleikið á Beggu. „Það kom mér á óvart hversu létt á hendi Kristen var. Sársaukinn var í algjöru lágmarki og myndin kom alveg ljómandi vel út með þeirri tækni sem hún beitir til að gera útlínur og liti. Handleggurinn var svo plastaður vandlega til að hlífa glænýju flúrinu en plastið fékk ég að taka af nokkrum klukkustundum seinna og byrja að hlúa að með kremi.“

Begga er sátt við minjagripinn sinn frá Los Angeles.
„Þetta var ótrúlega skemmtilegur dagur og brjálæðislega gaman að koma með svona fallegan varanlegan minjagrip frá borg englanna!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

114 milljónir í boði fyrir Víking í kvöld – 474 milljónir undir í næsta einvígi ef þeir klára dæmið

114 milljónir í boði fyrir Víking í kvöld – 474 milljónir undir í næsta einvígi ef þeir klára dæmið
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Dómari lét færa nemanda í fangabúning og járn eftir að hún sofnaði í vettvangsferð – „Það voru stælarnir í henni og framkoman sem fóru í mig“

Dómari lét færa nemanda í fangabúning og járn eftir að hún sofnaði í vettvangsferð – „Það voru stælarnir í henni og framkoman sem fóru í mig“
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Sigmundur Davíð hneykslaður á Kirkjugörðum Reykjavíkur – „Allt að leysast upp í einhverja vitleysu“

Sigmundur Davíð hneykslaður á Kirkjugörðum Reykjavíkur – „Allt að leysast upp í einhverja vitleysu“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Börkur sendir „alla tertuna“ í andlitið á Arnari Gunnlaugssyni

Börkur sendir „alla tertuna“ í andlitið á Arnari Gunnlaugssyni
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Gríðarlegt áfall fyrir City – Ungstirni þeirra með brotið bein í fæti og verður lengi frá

Gríðarlegt áfall fyrir City – Ungstirni þeirra með brotið bein í fæti og verður lengi frá
Eyjan
Fyrir 9 klukkutímum

Ole Anton BIeltvedt skrifar: Aðferðafræði fáránleikans – Húsnæðiskostnaður hækkar vísitölu, sem hækkar verðbólgu og vexti – afleiðingin: of dýrt að byggja til að lækka húsnæðiskostnað!

Ole Anton BIeltvedt skrifar: Aðferðafræði fáránleikans – Húsnæðiskostnaður hækkar vísitölu, sem hækkar verðbólgu og vexti – afleiðingin: of dýrt að byggja til að lækka húsnæðiskostnað!

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.