Þann 5.febrúar síðastliðinn hófst mikil leit að 44 ára þriggja barna föður í Texas í Bandaríkjunum. Eiginkona Lee Arms fékk símtal um að hann hefði ekki mætt í vinnu. Hún lét í kjölfarið vita að hann væri týndur og öll fjölskyldan leitaði í örvæntingu. Lögregla fann bílinn hans í vegarkannti og dularfulla var að hann var í gangi með bílstjórahurðina opna. Lee var hvergi sjánlegur en annar skórinn hans var fyrir utan bílinn en hinn örlítið lengra frá. Í bílnum var síminn hans, veski og öll skilríki.
Ekkert blóð var í bílnum og ekkert sem benti til þess að neitt glæpsamlegt hafi átt sér stað. Fjölskyldan óttaðist það versta, að einhver hefði keyrt á hann, myrt hann eða rænt honum. Auglýst var eftir Lee í meira en mánuð en engar vísbendingar fengust. Kathy eiginkona hans grátbað fólk um að hjálpa sér að finna hann.
Á mánudaginn tilkynnti svo lögregla að leitinni væri lokið því Lee hafi fundist. Hann fannst heill á húfi og bjó með annarri konu í Ohio. Lee hafði kynnst henni á netinu og í stað þess að sækja um skilnað frá eiginkonu sinni ákvað hann að láta sig hverfa sporlaust. Heima beið fjölskylda hans í angist, en börnin hans eru á aldrinum 8 til 19 ára.
„Hann vildi flýja líf sitt þarna og sínar aðstæður,“ sagði lögrelgumaðurinn Michael McNeely við fjölmiðla í vikunni. Fjölskyldan þakkaði öllum þeim sem tóku þátt í leitinni. Telja sumir að maðurinn ætti sjálfur að borga fyrir allan kostnað við leitina en margir sjálfboðaliðar aðstoðuðu lögreglu í þessu máli. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það.