Það leynist margt forvitnilegt í fjörunni, sem er auðvitað ein af ástæðum þess að við sækjum í þær, og skemmtum okkur konunglega. Hafið bláa skolar ýmsu upp á strendur þess sem vekur forvitni barna og fullorðinna, en sumt getur reynst hættulegra en annað, og því borgar sig að hafa varann á. Það lærði Gravell fjölskyldan frá Wales í fjölskylduferð árið 2015.
Þau komu fljótt auga á bauju sem skolað hafði á land en hún var þakinn hrúðurkörlum. Þetta heillaði börnin sem léku sér í kringum baujuna, struku henni og potuðu í hana. Þau vissu auðvitað ekki að þau væru í raunverulegri lífshættu.
Þessi „bauja“ reyndist nefnilega tundurdufl frá seinni heimsstyrjöldinni sem hefði getað sprungið hvenær sem er. Fjölskyldan upplifði ekki áfallið fyrr en nokkrum dögum síðar þegar þau sáu sannleikann í fréttunum. Þá höfðu sprengjusérfræðingar verið kallaðir til og látnir farga hinni stórhættulegu sprengju með öruggum hætti.
„Við vorum meira að einbeita okkur að hrúðurkörlunum á henni,“ segir Kelly Gravell í viðtali við breska fjölmiðla. „Það var ekki fyrr en eftir á að raunveruleikinn rann upp fyrir okkur og við áttuðum okkur á hvað við höfðum verið heppin.“