Hagaskóli sigraði Skrekk hæfileikakeppni grunnskóla í Reykjavík árið 2015 með stórkostlega atriðinu Elsku stelpur. Atriðið vakti mikla athygli fyrir feminískan boðskap og samanstendur af dansi og ljóðarappi. Textinn fjallar um hvernig það er að vera ung stúlka í íslensku samfélagi. Nú hafa stúlkurnar á bak við atriðið gefið út myndband í samstarfi við Andvari Productions. Horfðu á þetta magnaða myndband hér fyrir neðan.