Læknirinn í eldhúsinu, öðru nafni Ragnar Freyr Ingvarsson, hefur fangað hug og hjörtu íslenskra matgæðingar með dásamlegum uppskriftum undanfarin misseri. Hann gaf líka út vinsælar matreiðslubækur með uppskriftum sínum, og heldur úti skemmtilegu og fróðlegu matarbloggi.
Nú er hann að byrja með sjónvarpsþætti á ÍNN og okkur á Bleikt þótti full ástæða til að fá hann til að svara nokkrum spurningum fyrir lesendur okkar:
Ég er eiginmaður, þriggja barna faðir, lyf- og gigtarlæknir með ólæknandi matarást. Veit ekkert betra en að koma heim eftir skemmtilegan vinnudag og föndra aðeins í eldhúsinu. Fátt er meira afslappandi.
Þættirnir verða á ÍNN og eru samvinnuverkefni mín og Kristjáns framkvæmdastjóra ÍNN. Þættirnir byggja á bókunum mínum og blogginu auk þess sem við munum luma á mörgum nýjum uppskriftum og uppátækjum.
Ég ætla að elda íslenskan og skandinavískan mat með mínum hætti og jafnvel voga mér lengra. Stefnum tildæmis að fara til Ítalíu í vínsmökkunarferð.
Nei, alls ekki, þrátt fyrir að vera með gott kryddsafn og eiga ótrúlegt magn ólíkra eldunaráhalda þá er ég nokkuð íhaldssamur kokkur. Það er lítið mál að leika eftir það sem ég geri í eldhúsinu.
Bæði er skemmtilegt – og bætir hvort annað upp.
Engin spurning. Hippocrates sá það fyrstur lækna að maturinn hefur lækningamátt.
„látið matinn vera meðal ykkar, og meðal ykkar vera maturinn“.
Þeir verða á fimmtudagskvöldum á ÍNN
Ég ætla að byrja að vinna í fjórðu matreiðslubókinni, halda áfram að gera sjónvarpsþætti, vinna á greiningardeild Landspítalans, reka stofu á Klíníkinni í Ármúla, reyna að vera góður eiginmaður og faðir.