fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024

Ragga fór til Kaíró – Götuáreiti og dónakallar

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 9. febrúar 2017 22:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég vakna á föstudegi. Það er frídagur í Kaíró – föstudagur þar er aðaldagurinn. Þá er bænahaldið enn stífara en aðra daga, flestir í fríi og mikið stuð á götunum. Það er janúar, en sólin skín á mig inn um gluggann þegar haninn galar klukkan níu – já alvöru hani galar.

Í Kaíró var ég í heimsókn hjá Guðrúnu frænku.
Mótsagnirnar eru alls staðar í Kaíró – eins og í þessum búðargluggum hlið við hlið á Tahrir torgi.

Ég fer í sturtu og klæði mig í búning sem mundi teljast dæmigerður íslenskur sumarfatnaður. Ég sleppi því að fara í mjög fleginn bol – og spái í hvort pilsið sé of stutt – ÉG! Þessar hugsanir leita ósjálfrátt á mig – að sýna ekki of mikið hold. Samt er ég bara búin að dvelja í Kaíró í viku.

 

Hér hylja konur sig á opinberum stöðum. Þær bera höfuðklút – hijab – nánast allar, og sumar eru klæddar í svartan niqab – þá sést rétt svo í augun þeirra. Ég hef farið á bar með Mohamed vini mínum – þar voru konur ekki með klúta, enda er vínandi og vestræn tónlist Guði ekki þóknanleg og klútakonur koma ekki á svoleiðis staði.

Í lestunum eru sérstakir vagnar ætlaðir konum. Vestrænir vinnufélagar Guðrúnar botna reyndar ekkert í því að við skulum kjósa lestar í stað leigubíla. Við þykjum frekar skrítnar. Það kostar 6 íslenskar krónur í lestina – en leigubíll á sama áfangastað mundi sennilega kosta um 200 krónur íslenskar. Með lestinni komumst við á áfangastað á 45 mínútum en ferðalag á sama stað í leigubíl yrði að lágmarki 2 klukkutímar. Þess vegna veljum við lestina – og reyndar líka því það er fáránlega gaman að vera meðal egypsku kvennanna.

 

Kvennavagninn er gjörsamlega troðinn af alls konar konum. Við Guðrún erum þær einu ekki með slæður. Sumar sitja á gólfinu, og aðrar láta það fara svakalega í taugarnar á sér og nöldra pirringsorð viðstöðulaust. Sölukona kemur gegnum þröngina eftir lestinni endilangri – í dag er hún að selja súkkulaði, og töfrum gætt andlitskrem, og penna sem eru víst betri en allir aðrir pennar í heiminum. Hún er með hvella og fáránlega háværa rödd og ég sé ekki betur en einhverjar nýti sér þessi gríðargóðu tilboð hennar. Það er alls staðar verið að selja eitthvað í Kaíró.

Konurnar kjósa helst kvennavagninn – það er skárra að troðast meðal kvenna, en meðal karla. Karlarnir í Kaíró eru nefnilega svo ótrúlega dónalegir að ég hef ALDREI lent í öðru eins. Þeir hrópa, kalla, stynja, flauta, horfa, sleikja út um og það skiptir engu máli hvort þeir eru í hóp eða einir sér. Það virðist heldur ekki skipta máli hvort konur eru einar, tvær saman eða í fylgd karlmanna. Alltaf skulu þeir missa sig í ótrúlega ósmekklegum greddustælum. Stétt og staða virðist heldur ekki skipta máli. Á síðustu dögum hef ég verið áreitt á þennan hátt af skjalatöskuamanni í jakkafötum, berfættum grænmetissöludreng sem var varla eldri en 14 ára, hipster í leðurjakka með skegg (ég þekki núna muninn á hipsterum og heittrúuðum þó að hann sé oft illgreinanlegur), tuk-tuk bílstjórum sem keyra framhjá og gjöra hug sinn kunnugan og meir að segja eldgömlum körlum á kaffihúsum sem klæðast dishdasha (karlakjól) og eru með klút á höfði og reykja sisha og hlusta allan daginn á Útvarp Kóran.

Strákar vilja ENDALAUST fá að taka selfís – líka með gömlum konum eins og okkur Guðrúnu!

Svona er stemmningin í Kaíró – ég var satt að segja alveg orðlaus yfir þessu. Það hefur talsvert verið ritað og rætt um að á síðustu árum hafi áreiti gagnvart konum orðið að einhvers konar faraldri í þessari borg. Og hvað gera konurnar – jú þær hylja sig, og taka minna og minna pláss í hinu almenna rými. Mennirnir sem eru svona stjórnlausir þegar kemur að kvenfólki í návígi hafa hér öll völd – þeim er treystandi fyrir valdinu – en ekki fyrir því að haga sér sómasamlega nærri konum. Merkilegur andskoti!

 

Karlmenn í Kaíró virðast þurfa að vera gay, eða mjög gáfaðir til að taka ekki þátt í þessu athæfi. Ég kynntist tveimur þannig. Annar er gay og gáfaður, hinn bara sjúklega gáfaður. Ég ræddi þeta við þá í þaula – þeir brugðust við svona eins og ég þegar útlendingar spyrja mig um stóriðju eða móttöku flóttafólks hérlendis. Skömmuðust sín fyrir hönd þjóðar sinnar. Þeir sögðu mér báðir að þetta væri faraldur sem hefur vaxið síðan í byltingunni 2012. Kynferðislega bælingin er algjör – ekkert má og allir rembast við að bæla sínar eðlilegu hvatir. Trúarofstækið er mismikið – en hinn almenni þjóðfélagsandi er á þessa lund. Samkynhneigð er til dæmis ekki til – samkvæmt þeim sem ráða.  
Ferð mín til Kaíró var um margt ævintýraleg – en ég get að minnsta kosti sagt að í samanburðinum eru íslenskir karlmenn algjörir englar!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 klukkutímum

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Lögregla lokaði Hafnargötunni í hálftíma vegna alvarlegs atviks við Bónus

Lögregla lokaði Hafnargötunni í hálftíma vegna alvarlegs atviks við Bónus
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Sádarnir stórhuga – Ein stjarna að detta inn fyrir dyrnar og nú er horft til Englands

Sádarnir stórhuga – Ein stjarna að detta inn fyrir dyrnar og nú er horft til Englands
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Ronaldo versti sóknarmaður EM – Mjög óvænt nafn rataði á listann umdeilda

Ronaldo versti sóknarmaður EM – Mjög óvænt nafn rataði á listann umdeilda
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Sagði Vilhjálmur prins þetta virkilega meðan heimsbyggðin horfði? – Varalesari fenginn í málið

Sagði Vilhjálmur prins þetta virkilega meðan heimsbyggðin horfði? – Varalesari fenginn í málið
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Þjófagengi sem stelur frá skátunum hótaði hjólahvíslaranum – „Ég kem heim til þín“

Þjófagengi sem stelur frá skátunum hótaði hjólahvíslaranum – „Ég kem heim til þín“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Segja íslenskum fjölmiðlum að þegja og saka þá um falsfréttir

Segja íslenskum fjölmiðlum að þegja og saka þá um falsfréttir

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.