fbpx
Fimmtudagur 17.apríl 2025

Naomi Watanabe hristir upp í staðalímyndum – Þybbin og stolt

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 9. febrúar 2017 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grínistinn Naomi Watanabe nýtur mikilla vinsælda í Japan. Hún er með næstum sex milljón fylgjendur á Instagram, kemur reglulega fram í sjónvarpsþáttum og á forsíðum tímarita og er með sína eigin fatalínu. Ekki nóg með það, heldur bjó japanskt járnbrautarfyrirtæki til „Naomi lest“ í fyrra. Það er augljóst að hún er dýrkuð og dáð víðsvegar um Japan og eitt af því sem gerir hana einstaka er stærð hennar. Washington Post greinir frá þessu. Naomi vegur hundrað kíló sem er tvöföld meðalþyngd japanskra kvenna á hennar aldri, en hún er 29 ára.

Naomi Watanabe. Mynd/Instagram

„Líkaminn minn er fyrirmyndarlíkami fyrir súmóglímukappa, stór en vöðvastæltur,“

sagði Watanabe hlæjandi í viðtali við framleiðslufyrirtæki í Tókíó. Í Japan er yfirgnæfandi meirihluti kvenna grannar. Flestar tískubúðir eru ekki með stærðir fyrir ofan medium og þá erum við að tala um japanskt medium. Naomi skorar á rótgrónar hugmyndir um líkamsímynd og sýnir að það sé mögulegt að vera sjálfsörugg og hamingjusöm í sínu eigin skinni, í hvaða stærð sem er.

„Japan er ekki eins og Bandaríkin. Þú sérð ekki margar konur í yfirstærð hérna. En frekar en að breyta hugsun almennings, þá vil ég hjálpa að breyta hugsun kvenna í yfirstærð, hjálpa þeim að líða vel með sig sjálfar.“

Konur í yfirþyngd eru klárlega í minnihluta í Japan og eru aðeins þrjú prósent japanskra kvenna í offitu-flokki, samkvæmt World Health Organization, miðað við 34,9 prósent bandaríska kvenna. Stjórnvöld í Japan eru meira að segja með lög varðandi hámarksstærð mittis fyrir starfsmenn fyrirtækja yfir 40 ára: 85 cm fyrir karla og 90 cm fyrir konur. Þeir einstaklingar sem eru með breiðara mitti þurfa að stunda líkamsrækt og mæta á fyrirlestur um næringarfræði.

En margar ungar konur eru hættulega grannar í Japan. Heilbrigðisgögn stjórnvalda sýna að 22 prósent japanskra kvenna á þrítugsaldri eru í undirþyngd eða vannærðar. Naomi er ekki að hvetja til þyngdaraukningar heldur vill hún ýta undir jákvæða líkamsmynd. Hún kemur skilaboðum sínum um mikilvægi jákvæðrar líkamsmyndar í skemmtilegum og litríkum myndum á Instagram.

Naomi er grínisti og tekur sig sjálfa ekki alvarlega. Hún deilir myndum af sér í allskonar litríkum og klikkuðum klæðnaði, í fyndnum stellingum með ís eða að reyna að borða fólk. Hún hefur alltaf viljað vera grínisti og þegar hún var 21 árs fékk hún stóra tækifæri sitt í sjónvarpsþætti þar sem hún gerði frábæra Beyoncé eftirhermu og fékk titilinn „japanska Beyoncé.“ Árið 2014 stofnaði hún sína eigin fatalínu sem kallast Punyus.

„Í Japan þá gátu konur í yfirstærð ekki klæðst því sem þær vildu. Þær gátu ekki verið í pilsum, bara svörtum fötum og sýndu aldrei neitt skinn. Auðvitað langar stærri konur að vera tískulegar, en það voru bara engin tískuföt í boði fyrir okkur.“

Í fatalínu Naomi er að finna mikið af töff flíkum og segir hún frá því að konur hafa komið upp að henni úti á götu og þakkað henni grátandi fyrir að bjóða upp á föt sem lætur þeim finnast þær töff.

„Japanskar konur eru að breytast, það eru mikið fleiri konur sem geta tjáð sig og færri sem segja já við öllu eins og áður. Ég sé konur verða sterkari og sjálfsöurggari. Það hjálpar mér að þroskast líka.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Féll af elleftu hæð og lést

Féll af elleftu hæð og lést
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Þessi vélmenni eru raunveruleg og gætu orðið hluti af hversdeginum á komandi árum – Sjáðu ótrúleg myndbönd!

Þessi vélmenni eru raunveruleg og gætu orðið hluti af hversdeginum á komandi árum – Sjáðu ótrúleg myndbönd!
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Harmleikurinn í Garðabæ: Dóttirin áfram í gæsluvarðhaldi

Harmleikurinn í Garðabæ: Dóttirin áfram í gæsluvarðhaldi
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Bjarni Helgason gestur – Besta deildin komin á fullt og tárin féllu í Georgíufylki

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Bjarni Helgason gestur – Besta deildin komin á fullt og tárin féllu í Georgíufylki
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Snýr aftur í lið United

Snýr aftur í lið United

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.