fbpx
Mánudagur 07.apríl 2025

Emma Stone hefur sagt sömu PowerPoint söguna síðan áður en hún var fræg

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 8. febrúar 2017 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stórleikkonan Emma Stone er að skjótast hraðar og hærra upp á stjörnuhimininn en nokkru sinni fyrr. Frammistaða hennar í La La Land hefur tryggt henni fullt af verðlaunum og tilnefningum, þar á meðal Golden Globe verðlaun, SAGA verðlaun, Bafta tilnefningu og Óskarstilnefningu.

Emma Stone er mjög heillandi og skemmtileg persóna. Hún er í miklu uppáhaldi hjá okkur á Bleikt og finnst okkur sérstaklega gaman að horfa á viðtöl með henni. Brandararnir og sögurnar hennar koma manni alltaf í gott stuð, en eina sögu hefur hún sagt síðan áður en hún varð fræg. Það er ávallt sama sagan um PowerPoint og hvernig hún sannfærði foreldra sína að leyfa sér að flytja til Hollywood þegar hún var táningur.

Sagan er nokkurn veginn svona:

Á unglingsárunum var Emma Stone harðákveðin í að flytja til Hollywood og verða stjarna. Hún ákvað að besta leiðin til að sannfæra foreldra sína til að leyfa sér að fara væri að halda PowerPoint sýningu fyrir þau.

Hún hefur sagt þessa sögu í mörgum viðtölum síðan 2009 og við munum örugglega heyra þessa sögu oft næstu vikurnar fyrir Óskarsverðlaunahátíðína. Emma Stone er tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í La La Land og mun eflaust koma víða fram í viðtölum til að kynna sig og myndina.

Vox segir að þessi saga sé orðin þreytt og það sé kominn tími til að Emma Stone finni aðra „krúttlega nörda“ sögu til að segja í viðtölum. Þetta er samt frekar skemmtileg saga, og okkur á Bleikt finnst kannski ekki alveg rétt að setja hana á hilluna…

Horfðu á Emmu segja söguna í spjallþætti Jimmy Kimmel:

Hvað finnst ykkur kæru lesendur? Sagan orðin þreytt eða jafn sjarmerandi og hún var fyrst?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Enginn treystir Trump

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Æskuvinkona Bryndísar Klöru stígur fram – „Þá hringir síminn og heimurinn eins og ég þekki hann hrynur“

Æskuvinkona Bryndísar Klöru stígur fram – „Þá hringir síminn og heimurinn eins og ég þekki hann hrynur“
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Endurgreiddu ekki fyrir ferð sem var aldrei farin

Endurgreiddu ekki fyrir ferð sem var aldrei farin
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Telur að Ögmundur gæti átt í brasi með að komast að eftir gærdaginn

Telur að Ögmundur gæti átt í brasi með að komast að eftir gærdaginn
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Vikan á Instagram – „Öllum er sama nema þú sért sætur eða að deyja, sem betur fer er ég bæði“

Vikan á Instagram – „Öllum er sama nema þú sért sætur eða að deyja, sem betur fer er ég bæði“
Eyjan
Fyrir 6 klukkutímum

Obama biður Bandaríkjamenn um að verja lýðræðið

Obama biður Bandaríkjamenn um að verja lýðræðið
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Bændur fá stuðning eftir kuldakastið síðasta sumar

Bændur fá stuðning eftir kuldakastið síðasta sumar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Svarar kvartandi stuðningsmönnum fullum hálsi: Vilja meina að hann opni aldrei veskið – ,,Þeir taka ekki eftir því“

Svarar kvartandi stuðningsmönnum fullum hálsi: Vilja meina að hann opni aldrei veskið – ,,Þeir taka ekki eftir því“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum
Enginn treystir Trump
Pressan
Fyrir 11 klukkutímum

Annað barn í Texas lést af völdum mislinga

Annað barn í Texas lést af völdum mislinga
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Segir að fyrrum félag sitt sé ein stór ráðgáta í dag – ,,Ég veit ekki hvað þeir vilja“

Segir að fyrrum félag sitt sé ein stór ráðgáta í dag – ,,Ég veit ekki hvað þeir vilja“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.