fbpx
Sunnudagur 06.apríl 2025

Gabríela Líf er komin af stað í mömmu-crossfit

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 9. febrúar 2017 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og ég talaði um á Snapchat fyrr í vikunni þá var ég að byrja í mömmu-crossfit tímum. Tímarnir eru í Crossfit Reykjavík sem er staðsett í Faxafeni og eru þrisvar í viku. Tímarnir eru ætlaðir verðandi og nýbökuðum mæðrum sem hafa áður æft crossfit. Það er skilyrði að þær sem eru í tímunum hafi lokið grunnnámskeiði í crossfit áður en þær byrja. Þær æfingar sem gerðar eru á námskeiðinu eru hefðbundnar crossfit æfingar en eru þær aðlagaðar að nýbökuðum mæðrum. Þær sem byrja eru í allskonar formi, við erum allar mismunandi staddar eftir meðgönguna og fæðinguna og gerir hver og ein eins mikið og hún treystir sér til. Verð samt að taka það fram að margar sem stunda mömmu crossfit færa sig svo yfir í almenna tíma þegar börnin eldast og halda áfram!

 

Þetta er frábær leið til þess að koma sér aftur á stað eftir fæðinguna og einnig góð leið til þess að hitta og spjalla við aðrar mæður.
Námskeiðin hefjast ekki á neinum ákveðnum tímum heldur rúllar námskeiðið bara. Námskeiðið er á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl. 9 á morgnana. Kennarinn sem er með námskeiðið er yndisleg og heitir Sólveig Gísladóttir, ef þið hafið einhverjar spurningar varðandi tímana eða viljið fá að koma og prufa sendið þá á hana línu á solveig@crossfitreykjavik.is.

Mikilvægt er að fara sér hægt og vera meðvitaður um það sem þú gerir á æfingunni. Þú sjálf stjórnar hversu hratt og mikið þú gerir á æfingunni. Konur eru mistilbúnar að fara að æfa eftir fæðinguna og mælt er með því að bíða þar til 6 vikur eru liðnar frá því. Hinsvegar mæli ég með því að ákveða hvenær farið er af stað að hreyfa sig í samráði við ljósmóður eða lækni.

Fyrsta æfingin var erfið en samt ekki jafn erfið og ég bjóst við. Var búin að mikla þetta heilmikið fyrir mér enda ótrúlega langt síðan ég hreyfði mig síðast. Ég fór varlega í allar hreyfingar og var ekki með miklar þyngdir. Ég hlakka ótrúlega til þess að mæta á næstu æfingu og að eyða þessum tíma með stráknum mínum. Ég hlakka til þegar við getum farið að mæta á crossfit æfingar saman fjölskyldan!

Þessi mynd var svo tekin á fyrstu fjölskylduæfingunni!

Ef þið viljið fylgjast betur með mér þá er Instagramið mitt HÉR.
Snapchat: gabrielalif90

Þangað til næst,
Gabriela Líf <3


Greinin birtist fyrst á Lady.is 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Sólveig Anna urðar yfir woke-ið og Hallgrím í hressilegum orðaskiptum – „Woke er ömurlegt“

Sólveig Anna urðar yfir woke-ið og Hallgrím í hressilegum orðaskiptum – „Woke er ömurlegt“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Fá virkilega slæmar fréttir fyrir mikilvæga leiki í Meistaradeildinni

Fá virkilega slæmar fréttir fyrir mikilvæga leiki í Meistaradeildinni
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

England: Lítil skemmtun í stórleiknum

England: Lítil skemmtun í stórleiknum
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Besta deildin: Valur missteig sig í fyrsta leik

Besta deildin: Valur missteig sig í fyrsta leik
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Svona geturðu nýtt fíflana í garðinum

Svona geturðu nýtt fíflana í garðinum
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sif Sigmars fékk skilaboð frá „reiða hvíslaranum“

Sif Sigmars fékk skilaboð frá „reiða hvíslaranum“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Gagnrýnir þrjá þjálfara sem hafa ekki staðist væntingar í vetur – ,,Erfitt fyrir mig að segja það“

Gagnrýnir þrjá þjálfara sem hafa ekki staðist væntingar í vetur – ,,Erfitt fyrir mig að segja það“