Á dögunum fór ég í augnháralengingu og var alveg ótrúlega ánægð með útkomuna. Augnháralenging virkar þannig að stök hár eru sett á þín náttúrulegu augnhár. Eitt gervihár er fest á eitt af þínum augnhárum með sérstöku lími. Þetta eyðileggur ekki þín augnhár ef þú ferð til fagaðila og hugsar rétt um augnhárin.
Ég fór í augnháralengingu hjá snillingnum henni Inger Önnu en hún hefur unnið við þetta í rúm tvö ár og er með alveg ótrúlega flott meðmæli. Þetta tók í kringum 90 mínútur en það er misjafnt hvað sett er mikið að hárum, gott er að gera ráð fyrir allavega klukkutíma í þetta. Þetta er ekkert sársaukafullt og ég vandist augnháralengingunni strax. Ég tók myndir í stólnum fyrir og eftir lengingu og þar sést vel hvernig augnhárin eru.
Hárin detta af með tímanum þegar þín náttúrulegu augnhár losna, því þarf að fara í lagfæringu á þriggja til fimm vikna fresti.Hér fyrir neðan er ný mynd, en nú eru tvær vikur síðan ég fór í augnháralengingu. Ég ætla að fara í lagfæringu eftir tvær vikur en þá eru öll laus hár tekin og ný hár sett þar sem vantar, það tekur 30 til 60 mínútur og er þá ódýrara en fyrsta skiptið.
Ég er með mjög ljós augnhár svo ég fann mikinn mun með augnháralengingunni. Ég elska að þurfa ekki að setja á mig maskara og vera ekki alveg jafn „glær“ þegar ég fer óförðuð út úr húsi. Það er mjög persónubundið hvernig augnháralenging hentar hverjum og einum og mikið af gerviaugnhárum í boði í mismunandi lengd, þykkt og sveigju. Sumir vilja vera með náttúrulegt lúkk á meðan aðrir vilja hafa augnhárin mjög áberandi. Ég mæli 100 % með Inger Önnu, hægt er að hafa samband við hana HÉR.
Endilega sendu mér tölvupóst ef þú hefur einhverjar spurningar!